Í gær og í allan dag hefur björgunarfólk frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, tekið þátt í leit að týndri rjúpnaskyttu á Skáldabúðaheiði sem saknað hefur verið frá hádegi í gær.  Á þriðja tug manna hafa komið að leitinni frá Hafnarfirði á fjórum bílum, tveimur fjórhjólum, með sporhund og svæðisleitarhund.

Skyttan er enn ófundin en leit verður haldið áfram í birtingu á morgun.[geo_mashup_map]