Björgunarskipið Einar Sigurjónsson var kallað út í dag vegna vélatvana báts fyrir utan Hafnarfjörð. Báturinn var staddur rétt fyrir utan höfina og rak í átt að landi. B.s. Einar Sigurjónsson var farið af stað um 5 mínútum eftir að útkallið kom og var komið að landi með bátinn í togi 20 mínútum seinna. Tveir menn voru um borð í bátnum og amaði ekkert að þeim. Voru þeir þakklátir fyrir aðstoðina.

Categories: Útkall