Björgunarskip sveitarinnar, Einar Sigurjónsson, var kallað út á sjöunda tímanum í kvöld, vegna vélarvana báts við Syðra-Hraun.  Fiskibáturinn Finnur HF-12, var þá vélarvana, rétt um 16 sjómílur út frá Hafnarfirði.  Einn maður var um borð í Finni og amaði ekkert að honum.  Sex manna áhöfn fór á Einari Sigurjónssyni til móts við Hring GK-18, sem hafði komið að bátnum og tekið hann í tog.  Rétt fyrir kl.20 kom Einar Sigurjónsson að bátunum og tók við drættinum.  Komið var með Finn inn til hafnar kl.22:10.

Þegar Finnur lagðist að höfn, barst önnur aðstoðarbeiðni.  En um er að ræða Freyfaxa RE-175, sem er vélarvana norðan við Valhúsabauju.  Snéri Einar Sigurjónsson við inni í höfninni og heldur í áttina að bátnum.  Um borð voru tveir menn og ekkert amaði að þeim.  Komið var að Freyfaxa um kl.22:25 og hann tekinn í tog.  Komið var með bátinn til hafnar kl.23:15.

Fyrr um daginn hafði einn meðlimur úr áhöfninni bjargað litlum báti, sem losnað hafði frá Óseyrarbryggjunni og kominn upp að hlið Einars.