Kynningarfundur Björgúlfs

Kynningarfundur á unglingastarfi Björgúlfs verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst klukkan 20:00 í björgunarmiðstöðinni Kletti, Hvaleyrarbraut 32. Við hvetjum áhugasama unglinga og foreldra þeirra til að mæta og kynna sér unglingastarfið. Unglingastarfið er fyrir 15-18 ára eða 10. bekk upp í annað ár í framhaldsskóla. Hlökkum til að sjá sem flesta! Read more…

Taktu þátt í nýliðastarfinu!

Björgunarsveit Hafnarfjarðar leitar nú að áhugasömu fólki til að taka þátt í nýliðaþjálfun sveitarinnar veturinn 2024. Kynningarfundur verður í björgunarmiðstöðinni Kletti miðvikudagskvöldið 28. ágúst kl 20:00 og verður hann svo endurtekinn á sama tíma daginn eftir. Nýliðaþjálfunin er krefjandi en skemmtileg og við hvetjum alla sem hafa áhuga á björgunarstörfum Read more…

Spori á hálendisvakt

Björgunarsveit Hafnarfjarðar dvaldi í Herðubreiðarlindum á hálendisvakt norðan Vatnajökuls 28. júli til 4. ágúst síðastliðinn. Vaktin var róleg en verkefnin fjölbreytt og skemmtileg eins og við var að búast. Hálendisvaktarhópurinn samanstóð að þessu sinni af sjö fullgildum félögum og fjórum nýliðum.

Jólaóróinn 2023

Jólaórói Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2023 er tileinkaður sjóflokknum okkar. Hugmyndin er innblásin af teikningum sem við fengum frá krökkum í 5. bekk í Hvaleyrarskóla. Óróinn er sá fimmti í einstakri röð safngripa með smekklegri vísun í sögu og starf sveitarinnar. Íslensk hönnun og framleiðsla. Óróinn er bæði fáanlegur í jólatrjáasölu okkar Read more…

Jólatrjáasalan er hafin!

Nælið ykkur í einstakt jólatré hjá okkur í Hvalshúsinu, Reykjavíkurvegi 48. Með því að kaupa jólatré af Björgunarsveit Hafnarfjarðar styrkir þú um leið öflugt björgunarstarf sveitarinnar. Við eigum bæði grenitré og furu! Verðlisti jólatréssölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar Gult 1.0- 1.5m 8.900kr Rautt 1.5- 2.0m 12.900kr Blátt 2.0- 2.5m 14.900kr Fura 1.0- Read more…

Neyðarkallinn 2023

Kæru Hafnfirðingar og nágrannar Næstu daga fer fram fjáröflun Björgunarsveitar Hafnarfjarðar með sölu neyðarkallsins 2023. Stuðningur þinn er okkur ómetanlegur og skiptir okkur máli til að reka öfluga og fjölbreytta í Björgunarsveit. Þann 2.-4. nóvember mun sölufólk okkar standa vaktina í Fjarðarkaup, Nettó Flugvöllum, Nettó Norðurbæ, Krónunni Norðurhellu, Krónunni Flatahrauni, Read more…

Nýliðakynning 2023

Miðvikudaginn 30. ágúst verður nýliðakynning Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Kynningin fer fram í Björgunarsmiðstöðinni Kletti klukkan 20:00. Þar verður nýliðastarfið kynnt ásamt starfi sveitarinnar. Inntökuskilyrði í nýliðastarfið eru eftirfarandi 1. Vera á 18. ári eða eldri þegar nýliðastarfið hefst.  2. Vera heilbrigður á sál og líkama.  3. Hafa kynnt sér siðareglur BSH Read more…