Vel heppnuð vetrarferð að Strút

Björgunarsveit Hafnarfjarðar skellti sér í vetrarferð að Strút á Mælifellssandi um síðustu helgi. Lagt var af stað á föstudagskvöldi og farið um Emstruleið vestan Mýrdalsjökuls upp í fjallaskála Útivistar við Strút. Gisti hópurinn þar í tvær nætur en á laugardeginum bættust nokkrir félagar í hópinn sem komu brunandi yfir Mýrdalsjökul Read more…

Hljóp maraþon fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Á dögunum barst Björgunarsveit Hafnarfjarðar myndarlegur styrkur frá hlauparanum Gylfa Steini Guðmundssyni sem hljóp heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar sveitinni. Gylfi Steinn hljóp til heiðurs afa sínum, Gylfa Sigurðssyni, fyrrum formanni Björgunarsveitarinnar Fiskakletts og björgunarsveitarmanni til áratuga og bróður sínum, Kára sem er í nýliðaþjálfun hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Read more…

Flugeldasala 2024

Á morgun, 28. desember, hefst flugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Sölustaðirnir eru eins og undanfarin ár:Klettur, Hvaleyrarbraut 32 – aðkoma frá LónsbrautHvalshúsið, FlatahrauniTjarnarvellir Opið er frá 10-22 dagana 28.-30. desember og frá 9-16 á Gamlársdag. Svo er einnig hægt að slappa af heima hjá sér og skoða netverslunina, verslun.spori.is og kaupa allar okkar vörur Read more…

Neyðarkall til þín

Í þessari viku hefst hin árlega Neyðarkallasala björgunarsveitanna. Neyðarkallinn í ár er svokallaður Hamfarakall og skartar hann hjálmi, öryggisgleraugum, útkallspoka og skóflu. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar munu standa vaktina á næstu dögum í helstu verslunum bæjarins og bjóða fólki að styrkja sveitina með kaupum á Neyðarkalli, auk þess sem gengið Read more…

Kynningarfundur Björgúlfs

Kynningarfundur á unglingastarfi Björgúlfs verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst klukkan 20:00 í björgunarmiðstöðinni Kletti, Hvaleyrarbraut 32. Við hvetjum áhugasama unglinga og foreldra þeirra til að mæta og kynna sér unglingastarfið. Unglingastarfið er fyrir 15-18 ára eða 10. bekk upp í annað ár í framhaldsskóla. Hlökkum til að sjá sem flesta! Read more…

Taktu þátt í nýliðastarfinu!

Björgunarsveit Hafnarfjarðar leitar nú að áhugasömu fólki til að taka þátt í nýliðaþjálfun sveitarinnar veturinn 2024. Kynningarfundur verður í björgunarmiðstöðinni Kletti miðvikudagskvöldið 28. ágúst kl 20:00 og verður hann svo endurtekinn á sama tíma daginn eftir. Nýliðaþjálfunin er krefjandi en skemmtileg og við hvetjum alla sem hafa áhuga á björgunarstörfum Read more…