Opnunartímar flugeldasölu 2025

Flugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar hefst 28. desember og stendur yfir 31. desember. Einnig verður opið á þrettándanum, 6. janúar. Flugeldasalan verður á tveimur stöðum: Hvaleyrarbraut 32 (aðkoma frá Lónsbraut) og við Hvalshúsið á horni Flatahrauns og Reykjavíkurvegar. Opnunartímar eru sem hér segir:

Krónan styrkir unglingadeildina

Björgúlfur, hin öfluga unglingadeild Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, hlaut á dögunum samfélagsstyrk frá Krónunni upp á 500.000 kr. Styrkurinn rennur til kaupa á klifurbúnaði fyrir unglingadeildina: klifurbelti, hjálma, línur og allt tilheyrandi. Búnaðurinn mun gera Björgúlfi og BSH kleift að bjóða ungu fólki áfram upp á metnaðarfullt tómstundastarf þar sem áhersla er Read more…

Kynningar á nýliða- og unglingastarfi

27. og 28. ágúst næstkomandi fara fram kynningar á nýliðaþjálfun Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og starfi unglingadeildarinnar Björgúlfs. Miðvikudag 27. ágúst og fimmtudag 28. ágúst kl 20:00 verða nýliðakynningar þar sem nýliðaþjálfunin verður kynnt og farið yfir dagskrá vetrarins. Nýliðaþjálfun Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er opin öllum sem eru á 18. aldursári eða eldri. Read more…

Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn

Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn. Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi fólks á þessu vinsæla útivistarsvæði Hafnfirðinga. Björgunarhringirnir eru nú staðsettir á tveimur stöðum við Hvaleyrarvatn, Read more…

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Kletti, Hvaleyrarbraut 32, Hafnarfirði þriðjudaginn 6. maí kl 19:00. Á fundinum verða teknar fyrir tillögur að lagabreytingum ásamt annarri dagskrá skv. lögum sveitarinnar. Grill að hætti stjórnar hefst kl 18:00.

Vel heppnuð vetrarferð að Strút

Björgunarsveit Hafnarfjarðar skellti sér í vetrarferð að Strút á Mælifellssandi um síðustu helgi. Lagt var af stað á föstudagskvöldi og farið um Emstruleið vestan Mýrdalsjökuls upp í fjallaskála Útivistar við Strút. Gisti hópurinn þar í tvær nætur en á laugardeginum bættust nokkrir félagar í hópinn sem komu brunandi yfir Mýrdalsjökul Read more…

Hljóp maraþon fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Á dögunum barst Björgunarsveit Hafnarfjarðar myndarlegur styrkur frá hlauparanum Gylfa Steini Guðmundssyni sem hljóp heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar sveitinni. Gylfi Steinn hljóp til heiðurs afa sínum, Gylfa Sigurðssyni, fyrrum formanni Björgunarsveitarinnar Fiskakletts og björgunarsveitarmanni til áratuga og bróður sínum, Kára sem er í nýliðaþjálfun hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Read more…