Bílaflokkur á æfingu

Í gærkvöldi stóð bílaflokkur Hjálparsveitar skáta í Garðabæ fyrir opinni æfingu fyrir bílaflokka á svæði 1. Þrír félagar úr bílaflokk BSH tóku þátt í æfingunni ásamt hópum frá HSSR, HSSK og HSG. Að þessu sinni var æfingin haldin á Hellisheiðinni og meðal verkefna var að spila bíl uppúr á, rétt Read more…

SAREX – Fjölþjóðleg björgunaræfing í Grænlandi

Í dag, 12. september hefst þátttaka Slysavarnafélagsins Landsbjargar á SAREX, fjölþjóðlegri björgunaræfingu á Grænlandi. Þar verða æfð viðbrögð við áfalli sem skemmtiferðaskip lendir í við austurströnd Grænlands. Austurströndin er afskekkt svæði þótt nokkuð sé um umferð skemmtiferðaskipa. Því er ljóst að við stóráfall þar yrði þörf á viðbrögðum frá þeim Read more…

Nýliðastarfið að hefjast!

Fyrra kynningarkvöld fyrir nýliða í Björgunarsveit Hafnarfjarðar verður í kvöld 3. september og það síðara verður miðvikudagskvöldið 5. september klukkan 20 í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14. Ef þig langar gera sjálfboðastarf björgunarsveitanna að lífstíl, vinna með hressu og skemmtilegu fólki að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þá áttu erindi til Read more…

Fundur með framkvæmdastjóra RNLI

Í síðastliðinni viku átti Þórólfur Kristjánsson, félagi sveitarinnar, fund með Paul Boisser framkvæmdastjóra bresku sjóbjörgunarsamtakanna RNLI en Þórólfur hefur undanfarið ár starfað með bátastöð RNLI á ánni Thames. Þórólfur kynnti fyrir honum starfsemi sveitarinnar og SL auk þess sem Markúsarnetið var kynnt en bátastöðin í Teddington er sú fyrsta hjá Read more…

Langar þig að starfa með öflugri björgunarsveit?

Kynningarkvöld fyrir nýliða hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar verða mánudagskvöldið 3. september og miðvikudagskvöldið 5. september klukkan 20 í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14. Ef þig langar gera sjálfboðastarf björgunarsveitanna að lífstíl, vinna með hressu og skemmtilegu fólki að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þá áttu erindi til okkar. Nýliðastarfið er fyrir alla Read more…

BSH og Hraunbúar undirrita samstarfssamning

Á afmælishátíðinni á Landsmóti Skáta, laugardaginn 28. júlí undirrituðu Ragnar Haraldsson, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og Una Guðlaug Sveinsdóttir, félagsforingi skátafélagsins Hraunbúa, samstarfssamning á milli félaganna.  Með undirritun samningsins er innsigluð formlega sú stefna að auka samstarf á milli félaganna sem mun skila sér í öflugu skáta- og ungliðastarfi fyrir börn Read more…

Monsi okkar hálfnaður til Kína

Símon er núna um það bil hálfnaður á ferð sinni til Kína en hann er staddur þessa dagana í Íran í góðu yfirlæti. Frétt um Símon birtist rétt í þessu á mbl.is hér: http://mbl.is/frettir/innlent/2012/07/31/halfnadur_til_kina_a_reidhjoli/ Myndir frá ferðinni hans má finna á Flickr síðu Símonar http://www.flickr.com/photos/33394343@N00/collections/72157630060420686/

Styrkur úr samfélagssjóði Alcan

Rio Tinto Alcan veitti í dag Björgunarsveit Hafnarfjarðar 300.000 króna styrk úr samfélagssjóði sínum.  Féð rennur til þjálfunar á sporhundi sveitarinnar sem fluttur var inn í vor frá Bandaríkjunum. Hundurinn sem hefur fengið nafni Perla er af gerðinni blóðhundur (e. Bloodhound) og er ræktuð sérstaklega til sporrakninga. Vill Björgunarsveit Hafnarfjarðar Read more…

BSH sinnir nú hálendisvakt

  Síðastliðinn föstudga fór stór hópur úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar sem leið lá inn í Landmannalaugar þar sem að sveitin sinnir þessa dagana hálendisvakt Slysavarnafélagsins landsbjargar. Sveitin er með aðsetur í Landmannalaugum en svæðið sem sveitin sinnir er ú raun allt svæðið að fjallabaki.   Sveitin er með tæplega 30 manna Read more…