Neyðarkall !!!

Dagana 3. – 6. nóvember mun Björgunarsveit Hafnarfjarðar selja neyðarkalla eins og aðrar björgunarsveitir landsins. Við  ætlum að selja kalla við helstu verslanir bæjarins sem og að ganga í hús á fimmtudagskvöld. Við vonum að bæjarbúar taki vel á móti okkur. Neyðarkallinn í ár er í líki björgunarkonu á fjallaskíðum.

Christina strandar við Lundey

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á tólfta tímanum í gærmorgun, eftir að Christina (áður Andrea II) hafði strandað við Lundey, með 8 manns um borð. Fiskaklettur og Einar Sigurjónsson fóru af stað, en Fiskakletti var snúið við þegar þeir voru komnir að Gróttuvita. Einar Sigurjónsson hélt áfram á strandstað og Read more…

Jónsmessuganga yfir Fimmvörðuháls

Björgunarsveit Hafnarfjarðar tók þátt í gæsluverkefni um síðustu helgi fyrir Ferðafélagið Útivist. Um er að ræða svokallaða Jónsmessugöngu þar sem gengið er yfir Fimmvörðuháls frá Skógum að Básum í Þórsmörk. Lagt er af stað á föstudagskvöldi og gengið yfir nóttina og endað í Básum snemma að laugardagsmorgni. Sveitin hefur tekið Read more…

Fagnámskeið í köfun

Köfunarhópur sveitarinnar sendi einn kafara á námskeið í köfun hjá björgunarskóla Landsbjargar nú á dögunum. Námskeiðið var um 60 klukkustunda langt og voru dagarnir því langir og krefjandi. Dagurinn byrjaði á því að búnaður var gerður klár og farið yfir verkefni dagsins en námskeiðið var haldið í húsnæði björgunarsveitarinnar Ársæls Read more…

Útkall F2 Gulur- Skúta í vandræðum

Þriðjudaginn 17 Maí fékk sjóflokkur sveitarinnar útkall þar sem að skúta var með brotið stýri við Hvassahraun. Björgunarbáturinn Fiskaklettur var mannaður skömmu eftir boðun og haldið var á vettvang en það var nokkuð hvasst og nokkur öldugangur á staðnum. Einn af áhafnarmeðlimum Fiskakletts fór með dráttartaugina yfir í skútuna og Read more…

Týndur maður í Esjunni

Rétt um kl.18:10 í dag, voru undanfarar af Svæði 1 kallaðir út, eftir að 51 árs karlmaður óskaði eftir aðstoð við að komast niður af Esjunni, en hann hafði ætlað að ganga frá Móskarðshnúkum, um Laufskörð, yfir á Hábungu.  Var maðurinn ekki viss um nákvæmlega hvar hann var staðsettur og var Read more…

Óveður á Höfuðborgarsvæðinu

Rétt um kl.16:15 í dag voru allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út, vegna óveðurs.  Borist hafa um 230 aðstoðarbeiðnir, sem voru af öllum toga, s.s. fok á hlutum, brotnir hlutir, þakkantar o.fl.  3-4 hópar frá BH hafa verið að störfum í dag, samtals um 16 manns.  Rúmlega 30 hópar á Read more…