Mynd : Ófeigur Lýðsson

Landhelgisgæslan kallaði út Björgunarskipið Einar Sigurjónsson rétt fyrir hádegi í dag, eftir að Teistan RE-33 óskaði eftir aðstoð.  Teistan er tæpleaga 5 tonna plastbátur og er gerð út frá Reykjavík.  Einn maður var um borð og ekkert amaði að honum.  Hafði báturinn misst skrúfuna og var því vélarvana, en hann var 17,2 sjómílur NV af Garðskaga.  Hélt ES þegar af stað, en löng sigling var framundan, þar sem það voru 36 sjómílur í bátinn úr Hafnarfirði.  Þremur tímum eftir útkallið, kom ES að Teistunni og tók hana í tog.  Ákveðið var að sigla með bátinn til hafnar í Reykjavík, en þangað var komið rétt fyrir kl. 19:00.  Þaðan hélt ES til hafnar í Hafnarfirði og var þangað kominn rétt um kl.21:00, eftir að hafa hitt björgunarbátinn Stefni úr Kópavoginum og gert þar stutt stopp.