Eldgos hafið í Eyjafjallajökli

Rétt fyrir kl.9:00 í morgun staðfesti LHG að gosmökkur kæmi úr Eyjafjallajökli, en á áttunda tímanum í morgun fór hún í loftið, ásamt raunvísindamönnum.  Nær hann í 12-14.000 feta hæð.  Er gatið á jöklinum rétt suð-vestur af toppi jökulsins og er um 200 metrar í þvermál.  Samt sem áður virðist Read more…

Félagar sveitarinnar við björgunarstörf á Fimmvörðuhálsi

Í gærkvöldi sinntu sex meðlimir sveitarinnar og aðrir björgunarsveitarmenn aðstoð við slasaða ferðalanga á gönguleiðinni úr Þórsmörk að gosstöðvunum. Einnig komu 2 undanfarar frá sveitinni með þyrlu ásamt öðrum undanförum af höfuðborgarsvæðinu.

Konu sem slasaðist á öxl var fylgt niður í Bása og ekið þaðan á björgunarbifreið til móts við sjúkrabíl kl 18:30.

Þá er talið að karlmaður hafi ökklabrotnað neðan við einstígið Kattarhryggi fyrir ofan Bása klukkan 20:00.  Björgunarsveitir sinntu honum á vettvangi og biðu flutnings með aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.  Því miður reyndist ekki unnt að hífa manninn um borð vegna þess hve gilið er þröngt og bratt og aðstæður erfiðar fyrir þyrlu.

(more…)

Nýjir félagar

Á aðalfundi sveitarinnar í síðustu viku skrifuðu 15 nýjir félagar undir eyðstaf sveitarinnar. Þrír af þeim sem skrifuðu undir sem fullgildir félagar hafa starfað undan farin ár á gestaaðild. Af þessum hópi byrjuðu 11  nýliðastarf haustið 2008. Einn skrifaði undir á gestaaðild. Gestaaðild er veitt fullgildum félögum í öðrum sveitum og Read more…

Hópstjórnarnámskeið á Úlfljótsvatni

Um helgina fór fram Hópstjórnunarnámskeið á vegum SL.  Guðmundur Sigurðsson, Valgeir Rúnarsson og Sigurður Ingi Guðmarsson sóttu þetta námskeið, en þeir Hjálmar Örn Guðmarsson og Dagbjartur Brynjarsson voru leiðbeinendur.  Farið var yfir helstu atriði sem hópstjórar þurfa að hafa skil á.  Farið var yfir t.d. vettvang aðgerðar, SÁBF, stjórnun flokka Read more…

Aðalfundur

Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í húsi sveitarinnar fimmtudaginn 25.mars. kl 18:30. Uppstillinganefnd hefur sent frá sér eftirfarandi uppstillingu í embætti, samkvæmt lögum sveitarinnar .   Stjórn Formaður             Júlíus Þ. Gunnarsson Varaformaður           Harpa Kolbeinsdóttir Gjaldkeri             Pálmi Másson Ritari Ingólfur Haraldsson Meðstjórnandi       Sigrún Sverrisdóttir Meðstjórnandi       Lárus Steindór Björnsson Meðstjórnandi       Margrét Read more…

Námskeið fyrir flugfreyjur Iceland Express

Um helgina stóð sjóflokkur sveitarinnar að námskeiði fyrir flugfreyjur Iceland Express, farið var yfir umgengni og notkun á björgunarbátum, samsund, rós og aðeins var farið í ofkælingu. Námskeiðið gekk vonum framar en það lítur allt út fyrir það að Iceland Express fái okkur til að halda þetta námskeið árlega.

Eldgos í Eyjafjallajökli

Eldgos hófst í Eyjafjallajökli, nú rétt fyrir miðnætti.  Um er að ræða sprungu, sem er ca. 1 km að lengd og er staðsett norðanlega í Fimmvörðuhálsi.  Þar sem sprungan er ekki í jöklinum sjálfum, þá er ekki mikil hætta á vatnsflóði, en jarðvísindamenn spá því að sprungan gæti fært sig Read more…

Leit að göngufólki við Keili

Seint í gærkvöld barst beiðni um að hefja leit að göngufólki er hafði villst af leið niður af Keili.  Leitarmenn lögðu af stað úr húsi um miðnætti og fólkið fannst um 4 um nóttina.  Ferðalangarnir voru að vonum ánægðir með að mæta leitarmönnum sem komu færandi hendi með heitt kakó Read more…

Færðu sveitinni tvær Dell ATG tölvur

EJS og Microsoft Íslandi veittu Björgunarsveit Hafnarfjarðar styrk í vikunni en fyrirtækin færðu sveitinni tvær Dell fartölvur að verðmæti um 900.000 kr. Tölvurnar koma sér vel og verða hluti af útkallsbúnaði sveitarinnar en eldri vélar hennar urðu fyrir skemmdum vegna ryks og hita þegar þær voru teknar með í leiðangur Read more…

Sprungubjörgun við Valaból

Í dag fór Björgunarsveit Hafnarfarðar auk björgunarsveita á svæði 1 og Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins í útkall upp í bakgarð okkar Hafnfirðinga að bjarga konu úr sprungu við Valaból. Fóru þrír bílar auk fjórhjóls og i þeim 8 undanfarar og 2 bílstjórar.  Fór útkallið á besta veg og var verkefninu lokið á Read more…