Miðlum þekkingunni!

Undanfara og sleðaflokkur sveitarinnar hélt síðastliðinn miðvikudag námskeið fyrir Reykjarvíkurdeild Landssambands Íslenskra vélsleðamanna. Inntak námskeiðsins var notkun snjóflóðaýla, einnig var farið yfir leit með snjóflóðastöngum sem og gröftur í snjóflóði(sennilega vanmetnasti hlutur björgunar úr snjóflóði) Námskeiðið heppnaðist vel og voru um 40 þáttakendur frá rey-lív. Undanförum sveitarinnar er sérstaklega þökkuð Read more…

Hættur á Mýrdalsjökli

Sleðaflokkur BSH var á ferð um Mýrdalsjökul nú um helgina og keyrði fram á svelg eða holu í miðri “ríkisleiðinni” yfir jökul.  Holan er í jökuljaðrinum norðan megin, rétt áður en komið er niður á Mælifellssand. Staðsetning: 63“46.757N  18“58.131W Það þótti heilræði að vara við holunni því hún er á Read more…

Um fjöll og fyrnindi

Mikið var um að vera hjá meðlimum BSH þessa helgina.  Undanfarar og landflokkur fóru í skíðaferð Bláfjöll á laugardag og einhverjir í ísklifur og aftur í dag sunnudag. Sleðaflokkur tók renning sunnan Langjökuls.  Snjóalög voru frekar rýr sunnan Tjaldafells en nægur snjór norðan þess. Bílaflokkur fór í sameiginlega ferð bílaflokka Read more…

Heimsókn frá Borgarfirði

Síðasta miðvikudag komu um 20 félagar frá Björgunarsveitinni Ok í heimsókn í Hafnarfjörðinn. Haldnar vour stuttar kynningar á tækjaflokkum sveitarinnar; Bíla, sleða og fjórhjóla. Farið var í gegnum uppbyggingu flokkana, fjarskiptamál ofl. Einnig var almenn kynning á sveitinni, fjáröflunum ofl. Þá skapaðist skemmtileg og góð umræða um sameiginleg hagsmunamál sveitanna. Read more…

Dagskrá nýliðastarfs í vor

Dagskrá nýliðastarfsins í vor er komin á netið. Dagskráin Þeir eldri félagar sem vilja taka þátt annaðhvort sem almennir þátttakendur eða aðstoðarmenn eru hvattir til að hafa samband við nýliðanefndina (nylidanefnd[hjá]spori.is).

Nýárskveðja.

Kæru félagar Á mörgu hefur gengið í okkar umhverfi á undanförnum misserum. Þegar að svo ber undir er það huggun að vita að ykkur öllum sem myndið þá frábæru heild sem Björgunarsveit Hafnarfjarðar er. Sjaldan ef aldrei höfum við séð jafnmikið af ungum sem eldri félögum sveitarinnar standa vaktina eins Read more…

Glæsileg flugeldasýning.

Í kvöld var haldin glæsileg flugeldasýning við höfnina. Gríðarlegur fjöldi bæjarbúa mætti á sýninguna auk þess sem um 140 félagar sveitarinnar tóku þátt í að gera þessa afmælissýningu Hafnarfjarðarbæjar mjög svo eftirminnilega. Að sýningu lokinni mætti fjöldi félaga í kaffi sem Hraunprýðiskonur buðu uppá í húsi sveitarinnar.

Risaflugeldasýning í kvöld 29. des.

Risaflugeldasýning sveitarinnar og Hafnarfjarðarbæjar verður haldin við höfnina í kvöld kl 20:30 mánudaginn 29.des. Sýningin verður yfir Hafnarjarðarhöfn. Í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar verður sérlega mikið lagt í sýninguna til þess að binda enda á glæsilegt afmælisár bæjarins. Félagar sveitarinnar og velunnarar eru hvattir til að láta sjá sig.