Almennt
Vel heppnuð skíðaferð
Nú um síðastliðna helgi fór 11 manna hópur frá sveitinni norður á Akureyri í skíðaferð. Ferðin heppnaðist mjög vel og allir komu sáttir heim. Gist var í húsnæði Súlna og þökkum við þeim kærlega fyrir gestrisnina.
Nú um síðastliðna helgi fór 11 manna hópur frá sveitinni norður á Akureyri í skíðaferð. Ferðin heppnaðist mjög vel og allir komu sáttir heim. Gist var í húsnæði Súlna og þökkum við þeim kærlega fyrir gestrisnina.
Sveitarfundur verður 20. febrúar í húsnæði sveitarinnar og hefst klukkan átta. Fundurinn er framhald af sveitarfundi í nóvember. Fundinum stýrir fundarstjóri og hann verður ritaður. Við hvetjum félaga til að mæta. Heitt á könnunni.
Kæru bæjarbúar og aðrir viðskiptavinir. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakka stuðninginn og óska ykkur gleðilegrar hátíðar. Farið varlega í kringum flugeldana og munið eftir öryggisgleraugunum. Flugeldasalan verður opin í kringum þrettándann eins og hér segir: fimmtudagur 5. jan. opið: 16 Read more…
Við minnum á flugeldasýninguna okkar í kvöld kl: 20:30 við höfnina. Endilega komið gangandi ef þið hafið tök á til þess að létta á umferðinni í þessari þungu færð.
Nóg er að gera hjá okkar fólki þessa dagana. Rétt eftir miðnætti var sveitin kölluð til leitar að manni innanbæjar. Maðurinn fannst fljótlega en þá tóku við önnur verkefni. Sveitin var með þrjá bíla á flakki um bæinn í alla Read more…
Félagar sveitarinnar standa nú í ströngu við að undirbúa flugeldasölustaði sveitarinnar. Sveitin verður með flugeldasölu á fjörum stöðum í Hafnarfirði eins og undanfarin ár. Staðirnir sem sveitin verður með flugeldasölu á eru á Flatahrauni 14 (gamla slökkvistöðin), við verslunarmiðstöðina Fjörð, Fornubúðir 8 við smábátahöfnina, og Read more…
Nú fer að styttast í að við opnum okkar árlegu jólatrjáasölu í Hvalshúsinu. Salan opnar miðvikudaginn 14. desember. Það má segja að öll kvöld fram að jólum séu undirlögð í undirbúningsvinnu fyrir fjáraflanir. Við erum í óðaönn að koma útkallsbúnaði Read more…
Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar eru hvattir til að mæta til sveitarfundar mánudaginn 21. nóvember kl: 20. Aðalefni fundarins verður húsbyggingarmál. Byggingarnefnd fer yfir stöðu mála og nefndin og stjórn svara fyrirspurnum um húsbygginguna. Stefnt er að því að halda fundinn Read more…
Þessa stundina stendur yfir leit að týndum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi. Björgunarsveitarmenn af suðurlandi auk liðsauka frá höfuðborgarsvæðinu og suðurnesjum taka þátt í leitinni. Fjarskiptahópur BJSH er uppi í Baldvinsskála þar sem sett hefur verið upp stjórnstöð þaðan sem leitinni er Read more…
Dagana 3. – 6. nóvember mun Björgunarsveit Hafnarfjarðar selja neyðarkalla eins og aðrar björgunarsveitir landsins. Við ætlum að selja kalla við helstu verslanir bæjarins sem og að ganga í hús á fimmtudagskvöld. Við vonum að bæjarbúar taki vel á móti Read more…
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.