Sjómannadagurinn á sunnudaginn

Undanfarna daga hafa félagar í sveitinni staðið í ströngu við undirbúning hátíðarhalda á sjómannadeginum sem er á sunnudaginn. Á sjómannadeginum verður margt um að vera við Flensborgarhöfn og mun sveitin sviðsetja björgunaraðgerðir, sýna búnað ásamt því að sett verða upp leiktæki fyrir bæjarbúa. Meðal leiktækja er rennibraut útí sjó, björgunarstóll Read more…

Vefurinn kominn í lag

Spori.is er loksins komin í lag eftir alvarlega bilun hjá hýsingaraðilanum. Tölvupósturinn var einnig bilaður af þeim sökum og því var ekki hægt að senda póst á @spori.is netföng síðustu daga. Núna ætti allt að virka eðlilega. Beðist er velvirðingar á þessum truflunum.

Blóðbankaferð þann 30. apríl

Þann 30. apríl fóru hetjurnar Atli, Egill, Telma, Sæmundur og Sigurður í ferð í blóðbankann á Snorrabraut. Allir gáfu blóð, þótt Sigurður fór í prufu. Við viljum þakka starfsfólki fyrir góða ummönnun og fagmennsku… Pæja kom einnig með og var hún hinn mesti skemmtikraftur, sérstaklega þegar hún reyndi að keyra bílinn.

Eldri félagar hittast

Kæru félagar, Fyrsti fundur „eldri“ félaga var í síðustu viku. Það var fámennt og góðmennt á fundinum en auk þeirra sem mættu létu nokkrir félagar vita af áhuga sínum á að vera með í starfinu. Við boðum til annars fundar miðvikudaginn 2. maí kl: 20 í húsnæði sveitarinnar við Flatahraun. Read more…

Nýr sporhundur kominn til Hafnarfjarðar

Björgunarsveit Hafnarfjarðar gekk frá kaupum á nýjum blóðhundi s.l. haust. Eftir stranga leit að rétta hundinum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum fannst rétta vinnuhundaefnið fyrir sveitina í Kaliforníu. Um er að blóðhundstík frá ræktanda sem hefur séð okkur fyrir síðustu þremur hundum. Eftir fjölmargar læknisskoðanir og eftirlit, bólusetningar og einangrun Read more…

Fundur eldri félaga

Þá er komið að því. Á miðvikudaginn 18. apríl ætla eldri félagar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar að koma saman upp í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14 kl 20:00. Allir þeir félagar sem áður störfuðu innan Hjáparsveitarinnar og Fiskakletts eru sérstaklega boðnir velkomnir. Ætlum við að reyna að skapa vettvang fyrir þá sem Read more…

Bílaflokkur í æfingaferð

Síðastliðna helgi fóru fjórir meðlimir bílaflokks í æfingaferð ásamt bílaflokkum HSG, HSSR og HSSK. Mæting var við Olís í Norðlingaholti kl 9 á laugardagsmorgun og voru þá saman komnir 21 manns á 8 jeppum. Loks var farið af stað og stefnan tekin á Mýrdalsjökul. Farið var uppá jökulinn hjá Sólheimahjáleigu Read more…

Nýr sporhundur á leiðinni heim

Nýr sporhundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er á leið til landsins.  Tíkin er af tegundinn blóðhundur og kemur frá ræktanda í Bandaríkjunum.  Ingólfur Haraldsson fór á dögunum út til þess að taka við hundinum og koma honum í flug til Íslands. Tíkin kemur til landsins með flugi í dag og fer beint Read more…

Símon lagður af stað

Klukkan 9:00 síðastliðinn laugardag lagði félagi úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Símon Halldórsson, af stað í 19000km hjólreiðaferð frá Íslandi til Kína.  Ferðin mun leiða Símon í gegnum 20 lönd á þeim 11 mánuðum sem hún mun taka.  Félagar úr björgunarsveitinni ásamt ættingjum og vinum fylgdu Símoni í upphafi ferðar á laugardagsmorgun Read more…

Aðalfundur


Ragnar var kjörinn nýr formaður sveitarinnar.

Ragnar var kjörinn nýr formaður sveitarinnar.

Aðalfundur sveitarinnar var haldinn sl. fimmtudag. Breytingar urðu á stjórn sveitarinnar. Stjórnina skipa eftirtalin:

Stjórn:
Formaður:                 Ragnar Haraldsson
Varaformaður:           Dagbjartur Brynjarsson
Ritari:                        Elíza Lífdís Óskarsdóttir
Gjaldkeri:                   Sigrún Sverrisdóttir
Aðstoðargjaldkeri:     Róbert Óskar Cabrera
Meðstjórnendur:        Kolbeinn Guðmundsson
Þór Magnússon
Varamenn:                Sigurjón M. Ólafsson
Þórólfur Kristjánsson

Frá vinstri: Sandra Birna, Egill Örn, Aðalsteinn, Andri Rafn, Atli og Daníel

Frá vinstri: Sandra Birna, Egill Örn, Aðalsteinn, Andri Rafn, Atli og Daníel

Við þökkum fráfarandi formanni, Júlíusi Þór Gunnarssyni kærlega fyrir vel unnin störf síðastliðin 10 ár. Einnig þökkum við Hörpu Kolbeinsdóttir, fráfarandi varaformanni og Ragnari Heiðari Þrastarsyni fyrir vel unnin störf.

Sex nýjir félagar skrifuðu undir eiðstaf sveitarinnar á fundinum en það eru: Sandra Birna, Egill Örn, Aðalsteinn, Andri Rafn, Atli og Daníel. Þau luku fyrir stuttu nýliðaþjálfun sveitarinnar. Við óskum þeim til hamingju með að vera komin í sveitina.

Einnig var tillaga uppstillinganefndar um eftirtaldar stöður samþykkt án mótframboða. Smellt á meira fyrir niðurstöður fundarins.

(more…)