Námskeið fyrir flugfreyjur Iceland Express

Um helgina stóð sjóflokkur sveitarinnar að námskeiði fyrir flugfreyjur Iceland Express, farið var yfir umgengni og notkun á björgunarbátum, samsund, rós og aðeins var farið í ofkælingu. Námskeiðið gekk vonum framar en það lítur allt út fyrir það að Iceland Express fái okkur til að halda þetta námskeið árlega.

Eldgos í Eyjafjallajökli

Eldgos hófst í Eyjafjallajökli, nú rétt fyrir miðnætti.  Um er að ræða sprungu, sem er ca. 1 km að lengd og er staðsett norðanlega í Fimmvörðuhálsi.  Þar sem sprungan er ekki í jöklinum sjálfum, þá er ekki mikil hætta á vatnsflóði, en jarðvísindamenn spá því að sprungan gæti fært sig Read more…

Færðu sveitinni tvær Dell ATG tölvur

EJS og Microsoft Íslandi veittu Björgunarsveit Hafnarfjarðar styrk í vikunni en fyrirtækin færðu sveitinni tvær Dell fartölvur að verðmæti um 900.000 kr. Tölvurnar koma sér vel og verða hluti af útkallsbúnaði sveitarinnar en eldri vélar hennar urðu fyrir skemmdum vegna ryks og hita þegar þær voru teknar með í leiðangur Read more…

Miðasala á Afmælisárshátíð BSH

Miðasalan á Afmælisárshátíðina verður sem hér segir: Á fimmtudaginn (18. feb) verðum við í Bæjarbíói að selja miða, fyrir og eftir myndasýninguna frá Haítí. Á mánudaginn (22. feb) verður selt uppi í húsi (Flatahrauni) frá kl. 20:00 Á miðvikudaginn (24. feb) verður SEINASTI DAGUR sölu, uppi í húsi (Flatahrauni) frá Read more…

Myndasýning frá Haítí.

Langar þig að rifja upp kynnin af Bæjarbíó, mannstu eftir Roy og Rogers. Núna gefts tækifæri til að koma aftur í þetta bíó í hjarta Hafnarfjarðar eins þið sem aldrei hafið séð þar inn. Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar sem fór með Íslensku Alþjóðasveitinni til Haítí til að aðstoða þar eftir jarðskjálftann Read more…

Útköll

Tvö útköll voru hjá björgunarsveitinni sl. 2 daga.  Á fimmtudag var boðað út í óveðursaðstoð á höfuðborgarsvæðinu.  Að þessu sinni voru 6 verkefni, sem dreyfðust um höfuðborgarsvæðið.  Vinnuskúr fauk á Völlunum og Skjólveggur fauk í Gullteig, en þessi tvö verkefni voru einnig í síðasta óveðursútkalli.  Klæðning á þaki Hörðuvallaskóla var Read more…

ÍA til Haítí

Núna kl.10:00 í morgun héldu sex meðlimir BH af stað frá Keflavík til Port-au Prince á Haítí, eftir að jarðskjálfti, 7,2 á Richter, reið yfir landið. Áætlun er að ÍA verði komnir á hamfarasvæðið um kl.16:00 í dag að staðartíma. Hjálmar Örn Guðmarsson fór með OSOCC teyminu, sem er stjórnstöð Read more…