Sleðamessa

Sleðamessa björgunarsveitanna verður laugardaginn 14. nóvember í húsi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar að Flatahrauni 14, 220 Hafnarfirði. Björgunarsveitarmenn eru hvattir til að kynna sér dagskrá sleðamessunar en margir áhugaverðir fyrirlestrar eru í boði. Á sunnudeginum 15. nóvember verður síðan sleðamessa fyrir almenning þar sem eru einnig erindi sem eru áhugaverð fyrir björgunarsveitarmenn. Dagskrá Laugardagur 14. nóvember Read more…

Wilderness First Responder

Nú um nýliðna helgi kláruðu tveir meðlimir sveitarinnar fagnámskeiði í fyrstu hjálp (WFR).  Námskeiðið er haldið á 8 dögum á Gufuskálum, þjálfunarmiðstöð Landsbjargar. Á námskeiði þessu er farið yfir öll helstu atriði fyrstu hjálpar og skilningur björgunarmanna á hinum ýmsu heilsufarskvillum dýpkaður til muna. Kunnátta þessi á vafalaust eftir að Read more…

Laugardagsganga I

Það voru fimm manns sem mættu galvaskir að morgni laugardagsins. Vigdís skutlaði hópnum að neyðarskýlinu á Bláfjallaveginum. Við neyðarskýlið voru kortin skoðuð, borðuð ein flatkaka og síðan haldið sem leið lá upp Grindarskörðin. Sem betur voru aðeins þrír jarðfræðingar í hópnum, en þeir fóru mikinn í að útskýra fyrir áhugasömu Read more…

Myrkaverk landflokks

Það voru sjö manns sem söfnuðust saman á slaginu kl. 8 í gærkvöldi í húsi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Fimm mínútum síðar var haldið að bæjarprýði Hafnarfjarðar, þ.e.a.s. Hamrinum. Settar voru upp tryggingar, línum komið fyrir og flökkuðu hin sjö fræknu upp og niður ókleifan hamarinn og gott ef einn ferðaðist ekki Read more…

Tetranámskeið

Í kvöld var haldið Tetranámskeið á Flatahrauni. 10 nýliðar á seinna ári mættu. Á námskeiðinu er farið yfir virkni og útbreiðslu Tetrakerfisins, fjarskiptaskipulag björgunarsveita í Tetrakerfinu og virkni þess tækjabúnaðar sem sveitin hefur yfir að ráða. Námskeiðið er hluti af þjálfun björgunarsveitarmanna. Leiðbeinandi var Ingólfur Haraldsson félagi í sveitinni og Read more…

Inflúensu fyrirlestur

Ármann Höskuldsson, meðlimur í BSH og yfirmaður sjúkraflutninga fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands, hélt fyrirlestur um aðkomu björgunarsveita að Almannavarnaráætlun Ríkislögreglustjóra, varðandi Inflúensu faraldurinn (H1N1). Rétt um 20 meðlimir BSH mættu á fyrirlesturinn, sem haldinn var í Hraunbyrgi.  Fór hann yfir veiruna sem slíka, smitleiðir, varnir, umgengni við sjúklinga, meðferð á tækjum, Read more…

Landflokksfundur

Vel tókst til með landflokksfund í gærkvöldi og mættu 15 manns.  Ákveðið var að byrja á formlegheitunum, dagskrá vetrarins var rædd og landsæfing rædd. Að endingu var horft á skíða/snjódlóðamyndina The Fine line. Var góður rómur gerður að fundinum, mikill andi er í liðinu og stefnir allt í blómlegan landflokksvetur.

Aðgangur nýliða að innri vef

Smá bilun olli því að allnokkrir nýliðar gátu ekki skráð sig inn á innri vef sveitarinnar.  Þessu hefur nú verið kippt í liðinn og ættu allir að gera komist þar inn með þeim upplýsingum sem úthlutað var síðastliðinn miðvikudag. Þeir sem enn eiga eftir að fá þessar upplýsingar vinsamlegast látið Read more…

Alþjóðasveitaæfingu að ljúka

Úttektaræfingu Íslensku Alþjóðasveitarinnar lýkur í dag. Æfingin hófst eftir hádegið á fimmtudag en þá var tilkynnt um harðan jarðskjálfta á eyjunni Thule sem er suður af Íslandi. Sveitin fór þá í miðstöð sína á Keflavíkurflugvelli þar sem allur búnaður var tekinn til í flug og tollskoðaður út úr landinu. Flogið var Read more…

Hálendisgæsla

Björgunarsveit Hafnarfjarðar tók þátt í Hálendisgæslu Landsbjargar síðastliðna viku.  Sveitin var staðsett á Kjalvegi með aðsetur á Hveravöllum.  Um 16 meðlimir sveitarinnar lögðu leið sína upp á hálendið að þessu sinni og eyddu tímanum í hin ýmsu verkefni.  Auk þess að manna bíla og fjórhjól sveitarinnar voru ýmsar kunnar leiðir Read more…