Viðvörun: Stormur

Veðurstofa Íslands varar við krappri lægð með suðaustan stormi hér á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og nótt. Við hvetjum alla til að ganga frá eða festa tryggilega þá lausamuni sem geta fokið. Sjá nánar veðurspá á www.vedur.is 

Nýliðakynningar

Langar þig að starfa í einni öflugustu björgunarsveit landsins? Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar miðvikudaginn 2. september og fimmtudaginn 3. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin). Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt Read more…

Jarðskjálfti í Nepal

  Tveir félagar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar eru nú á leið til Nepal í kjölfar skjálftans sem varð þar s.l. laugardag. Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson munu vinna við að tryggja fjarskiptasamband, en fjarskiptasamband er forsenda þess að hjálparstarf gangi vel og hægt sé að samhæfa aðgerðir. Einnig er vitað Read more…

Myndasamkeppni verðlaun

Nú hefur verið dregið úr árlegri myndasamkeppni okkar. Við þökkum öllum þeim sem sendu okkur mynd í samkeppnina. Vinningshafar eru: Ágúst Váli Eldar Svansson, 6 ára Anja Marý Sigurðardóttir, 8 ára Guðbjörg Skarphéðins, 9 ára Þessir aðilar eru velkomnir að sækja verðlaunin sín niður í björgunarmiðstöðina Klett við Lónsbraut fyrir Read more…

Breytingar á flugeldasýningu

Kæru Hafnfirðingar Því miður sjáum við okkur ekki fært að halda stóra flugeldasýningu þetta árið eins og undanfarin ár. Sýningin hefur verið kostuð af hinum ýmsu fyrirtækjum en undanfarin ár hefur gengið verr að sækja kostendur fyrir sýninguna. Það að halda slíka sýningu kostar mikla fjármuni og vinnuframlag félaga sveitarinnar. Read more…

Góðir gestir á sveitarfundi

Vetrardagskrá Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er nú komin á fullt. Nýliðar þreyta námskeið, undirbúningur fyrir fjáraflanir er hafinn og flokkar sveitarinnar æfa ýmis atriði reglulega. Á dögunum komu góðir gestir í heimsókn á mánaðarlegan sveitarfund. Það voru Gunnar Már Torfason félagi úr Hjálparsveit skáta Hafnarfirði og meðlimir úr Bárunni, félagi smábátaeigenda í Read more…

Hlaupastyrkur

Í gær veitti Kristófer Reynisson maraþonhlaupari Björgunarsveit Hafnarfjarðar peningastyrk sem hann hafði safnað með því að hlaupa maraþon í Sevilla á Spáni ásamt vini sínum. Peningunum safnaði hann til styrktar sporhundastarfs sveitarinnar. Gaman að segja frá því að Kristófer er barnabarn Gylfa Sigurðsson sem er félagi sveitarinnar. Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakkar Read more…