Flóttamannaaðstoð í Grikklandi

Um þessar mundir eru tveir félagar úr fjarskiptahóp sveitarinnar að sinna flóttamannaaðstoð í Grikklandi. Þeir Ingólfur Haraldsson og Lárus Steindór Björnsson fóru út 14. október  á vegum regnhlífasamtakana NetHope. Samtökin sjá um að koma á eða bæta fjarskipti til að greiða fyrir samstarfi milli viðbragðsaðila. Þeir Ingólfur og Lárus munu Read more…

Nýliðar: Helgafell í kvöld

Í kvöld verður farið á Helgafell í Hafnarfirði og er þetta fyrsti fundur nýliðastarfsins í vetur. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér nýliðastarfið þá ertu velkominn með, ekki of seint! Mæting kl. 19.30 í björgunarmiðstöðina Klett að Hvaleyrarbraut 32 (komið Lónsbrautarmegin). Mætið í góðum skóm, helst gönguskóm, með Read more…

Viðvörun: Stormur

Veðurstofa Íslands varar við krappri lægð með suðaustan stormi hér á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og nótt. Við hvetjum alla til að ganga frá eða festa tryggilega þá lausamuni sem geta fokið. Sjá nánar veðurspá á www.vedur.is 

Nýliðakynningar

Langar þig að starfa í einni öflugustu björgunarsveit landsins? Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar miðvikudaginn 2. september og fimmtudaginn 3. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin). Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt Read more…

Jarðskjálfti í Nepal

  Tveir félagar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar eru nú á leið til Nepal í kjölfar skjálftans sem varð þar s.l. laugardag. Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson munu vinna við að tryggja fjarskiptasamband, en fjarskiptasamband er forsenda þess að hjálparstarf gangi vel og hægt sé að samhæfa aðgerðir. Einnig er vitað Read more…

Myndasamkeppni verðlaun

Nú hefur verið dregið úr árlegri myndasamkeppni okkar. Við þökkum öllum þeim sem sendu okkur mynd í samkeppnina. Vinningshafar eru: Ágúst Váli Eldar Svansson, 6 ára Anja Marý Sigurðardóttir, 8 ára Guðbjörg Skarphéðins, 9 ára Þessir aðilar eru velkomnir að sækja verðlaunin sín niður í björgunarmiðstöðina Klett við Lónsbraut fyrir Read more…

Breytingar á flugeldasýningu

Kæru Hafnfirðingar Því miður sjáum við okkur ekki fært að halda stóra flugeldasýningu þetta árið eins og undanfarin ár. Sýningin hefur verið kostuð af hinum ýmsu fyrirtækjum en undanfarin ár hefur gengið verr að sækja kostendur fyrir sýninguna. Það að halda slíka sýningu kostar mikla fjármuni og vinnuframlag félaga sveitarinnar. Read more…