Fjarskiptahópur með Íslensku Alþjóðasveitinni í Danmörku

Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er partur af Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni. Sveitin er nú í Tinglev í Danmörku en rústabjörgunaræfingin MODEX 2013 erhaldin þar 25. -28. janúar. Auk Íslendinganna taka Bretar (MUSAR) og Tékkar (AMP) þátt en æfingin er kostuð af sjóði innan Evrópusambandsins sem ætlað er að efla samvinnu milli  þjóða á Read more…

Flugeldasýning

Flugeldasýning Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldin í kvöld kl 20:30 ef veður leyfir.  Fylgst er með veðurspá og ef brestur á stormur verður henni frestað fram á þrettándann.  Eins og staðan er þegar þetta er skrifað mun flugeldasýningin verða.  Verði sýningunni frestað munum við tilkynna það hér á síðunni. Björgunarsveit Hafnarfjarðar Read more…

Flugeldasala

Félagar sveitarinnar standa nú í ströngu við að undirbúa flugeldasölustaði sveitarinnar. Sveitin verður með flugeldasölu á fjörum stöðum í Hafnarfirði eins og undanfarin ár. Staðirnir sem sveitin verður með flugeldasölu á eru í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14 , við verslunarmiðstöðina Fjörð, Fornubúðir 8 við smábátahöfnina, og við Tjarnarvelli. Afgreiðslutímar eru eftirfarandi: 28 des. Read more…

Lárus til Filippseyja í hjálparstarf

Félagi okkar og félagi í Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni (ÍA), Lárus Steindór Björnsson, er nú á leið til Filippseyja þar sem fellibylurinn Bopha gerði mikinn usla í síðustu viku. Lárus verður hluti af viðbragðsteymi Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 37 stærstu hjálparsamtaka heimsins og sérhæfa sig í fjarskiptum og tölvutækni á skaðasvæðum. Mun Read more…

Jólatrjáasala 2012

Jólatrjáasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður opin sem hér segir: 11-14 desember verður opið frá klukkan 13:00-21:30 14-23 desember verður opið frá klukkan 10:00-21:30 Salan er sem áður í Hvalshúsinu á móti Krónunni Reykjavíkurvegi. Við erum með Normannsþyn frá Danmörku og eru trén afar falleg í ár  

Heimsókn 21 nóvember

Miðvikudaginn síðasta fékk Björgunarsveit Hafnarfjarðar heimsókn frá hópi úr Gamla Bókasafninu í Hafnarfirði. Mikill áhugi var hjá hópnum. Þau voru sótt á bílum sveitarinnar og keyrð niðrá höfn þar sem sýning á Einari Sigurjónsynni fór fram, eftir það komu þau uppá Flatarhraun og húsið skoðað, Bílasalurinn og talstöðvaskápurinn voru greinilega Read more…

Sporhundafréttir

Sporhundur sveitarinnar Perla hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði. Grunnþjálfun er lokið, þ.e.a.s. hún þekkir verkefnið sem ætlast er til að hún vinni og er áköf í að leysa það. Þjálfunin er því komin á næsta stig, útkallsþjálfun. Nú er hún þjálfuð við mismunandi aðstæður, innanbæjar sem utan, Read more…

Haustæfing Íslensku Alþjóðasveitarinnar

Um helgina stendur yfir haustæfing Íslensku Alþjóðasveitarinnar (ÍA). Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar tekur þátt með sjö björgunarmönnum en sveitin er ein af aðildareiningum ÍA. Björgunarsveit Hafnarfjarðar  er einnig með tvo menn í æfingastjórn sem sér um að skipuleggja og framkvæma æfinguna. Síðast en ekki síst sér sveitin um sjúklinga fyrir æfinguna. Read more…