Útkall F3 Grænn- Aðstoð vegna ófærðar

í gær voru um 25 manns á 4 bílum sveitarinnar að störfum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Aðalverkefni þeirra voru meðal annars að leysa fasta bíla, hjálpa til við að loka Reykjanesbrautinni, flytja starfsfólk landsspítalans í vinnu og einnig voru nokkrar þakplötur negldar niður.

Æfing í fyrstu hjálp

Í kvöld hélt sveitin stóra æfingu í leit og fyrstu hjálp á Hvaleyravatni. Alls mættu 19 björgunarmenn frá BSH, 6 björgunarmenn frá Hjálparsveit skáta Garðabæ og einnig komu 8 sjúklingar frá BSH að æfingunni. Æfingin gekk mjög vel, öllum var bjargað og allir mjög ánægðir með æfinguna. https://cryptocasinohk.com/

Fagnámskeið í fjarskiptum

Sex manns úr fjarskiptahópi sveitarinnar sóttu fagnámskeið í fjarskiptum á vegum björgunarskólans  6. – 10. febrúar sl. í húsnæði Hjálparsveitar Skáta í Kópavogi. Farið var yfir fjarskiptakerfi björgunarsveitanna, virkni VHF og Tetra, möguleikana á að tengja kerfi saman og hvernig hægt er að koma á sambandi á svæðum þar sem Read more…

Fjarskiptahópur með Íslensku Alþjóðasveitinni í Danmörku

Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er partur af Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni. Sveitin er nú í Tinglev í Danmörku en rústabjörgunaræfingin MODEX 2013 erhaldin þar 25. -28. janúar. Auk Íslendinganna taka Bretar (MUSAR) og Tékkar (AMP) þátt en æfingin er kostuð af sjóði innan Evrópusambandsins sem ætlað er að efla samvinnu milli  þjóða á Read more…

Flugeldasýning

Flugeldasýning Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldin í kvöld kl 20:30 ef veður leyfir.  Fylgst er með veðurspá og ef brestur á stormur verður henni frestað fram á þrettándann.  Eins og staðan er þegar þetta er skrifað mun flugeldasýningin verða.  Verði sýningunni frestað munum við tilkynna það hér á síðunni. Björgunarsveit Hafnarfjarðar Read more…

Flugeldasala

Félagar sveitarinnar standa nú í ströngu við að undirbúa flugeldasölustaði sveitarinnar. Sveitin verður með flugeldasölu á fjörum stöðum í Hafnarfirði eins og undanfarin ár. Staðirnir sem sveitin verður með flugeldasölu á eru í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14 , við verslunarmiðstöðina Fjörð, Fornubúðir 8 við smábátahöfnina, og við Tjarnarvelli. Afgreiðslutímar eru eftirfarandi: 28 des. Read more…

Lárus til Filippseyja í hjálparstarf

Félagi okkar og félagi í Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni (ÍA), Lárus Steindór Björnsson, er nú á leið til Filippseyja þar sem fellibylurinn Bopha gerði mikinn usla í síðustu viku. Lárus verður hluti af viðbragðsteymi Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 37 stærstu hjálparsamtaka heimsins og sérhæfa sig í fjarskiptum og tölvutækni á skaðasvæðum. Mun Read more…

Jólatrjáasala 2012

Jólatrjáasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður opin sem hér segir: 11-14 desember verður opið frá klukkan 13:00-21:30 14-23 desember verður opið frá klukkan 10:00-21:30 Salan er sem áður í Hvalshúsinu á móti Krónunni Reykjavíkurvegi. Við erum með Normannsþyn frá Danmörku og eru trén afar falleg í ár