Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á tólfta tímanum í gærmorgun, eftir að Christina (áður Andrea II) hafði strandað við Lundey, með 8 manns um borð. Fiskaklettur og Einar Sigurjónsson fóru af stað, en Fiskakletti var snúið við þegar þeir voru komnir að Gróttuvita. Einar Sigurjónsson hélt áfram á strandstað og aðstoðaði Ásgrím S Björnsson.
8 manns voru um borð í Christinu, 7 þeirra var bjargað um borð í Stefni og sigldi hann með fólkið inn til Reykjavíkur, þar sem sjúkraflutningamenn tóku á móti þeim. Skipstjóri bátsins fór um borð í Ásgrím og beið átekta. Þegar fór að flæða að, fór skipstjórinn um borð í Christinu, á meðan ES og ÁB héldu við bátinn og losnaði báturinn af strandstað, um kl. 15:35 og sigldi fyrir eigin vélarafli inn til hafnar í Reykjavík.
Alls tóku 2 björgunarskip og 4 hraðbjörgunarbátar þátt í aðgerðinni.