Miðvikudaginn 30. ágúst verður nýliðakynning Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Kynningin fer fram í Björgunarsmiðstöðinni Kletti klukkan 20:00. Þar verður nýliðastarfið kynnt ásamt starfi sveitarinnar.
Inntökuskilyrði í nýliðastarfið eru eftirfarandi
1. Vera á 18. ári eða eldri þegar nýliðastarfið hefst.
2. Vera heilbrigður á sál og líkama.
3. Hafa kynnt sér siðareglur BSH og SL og skuldbinda sig til að starfa eftir þeim.
4. Hafa þekkingu á íslensku máli og geta bjargað sér við daglegar aðstæður, þess má geta að öll kennsla og próf eru á íslensku.
5. Hafa veitt skriflegt leyfi fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á starfinu að kíkja og kynna sér starfið.
Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.
Kynningarfundur á unglingastarfinu verður 31. ágúst klukkan 20:00. Hér er hlekkur á viðburðinn.