Á morgun sunnudaginn 1 september mun fjarskiptaflokkur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar halda til Grænlands á æfingu. Þetta er sama æfing og flokkurinn fór á á síðasta ári. Hópurinn sem samanstendur af 5 manns og kemur hann til með að dreyfast á 2 staði það er Meistaravík og Elle eyja. En með okkur fer Búðarhópur Hjálparsveit skáta í Reykjavík auk Tveimur frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og einum frá Landsbjörg. Þessi hópur flýgur með Hercules C-130 hervél frá bandaríkjunum til Meistaravíkur. Okkar hlutverk verður að halda uppi fjarskiptasambandi milli þessara tveggja staða og eins heim þetta er krefjandi verkefni þar sem fjöll eru há og djúpir dalir. Á þriðjudaginn koma svo 26 sjúklingar frá nokkrum sveitum þeir fara síðan til baka á miðvikudeginum. Á miðvikudeginum koma svo 8 fallhífarstökkvar frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem lenda í Elle eyju. Hópurinn mun síðan koma heim á föstudaginn 6 september reynslunni ríkari.

kveðja Fjarskiptahópur