Það er alltaf nóg um að vera hjá nýliðunum okkar. Nýlega kenndu undanfarar þeim að síga og „júmma.“ Fyrir úti æfinguna fengu þau fyrirlestur um fjallamennsku að vetri til og veðurspár á fjöllum.

Undanfarar kenna nýliðunum réttu handarbrögðin.

„Við byrjuðum að síga niður tröppurnar í klett og fórum þar yfir öryggismál. Við fórum svo út á Hamarinn í Hafnarfirði og fórum þar yfir tryggingar á línunni og allan búnað.  Við prufuðum að síga fyrst með smá stuðning og svo sjálf. Við lærðum líka að „júmma“ okkur upp línuna sem var mjög erfitt“ segir Gunnar Jökull Gunnarsson nýliði. „Ég lærði margt nýtt á þessu námskeiði.“

Þetta hefur verið skemmtileg sjón að sjá út um stofu gluggann.

Nýliðarnir sáttir með æfinguna.
Categories: Nýliðastarf