Dagana 18.-20. apríl n.k. verður sporhundaþjálfari á landinu á vegum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar frá GAK9 (USA) og K-9 SEARCH & RESCUE ASSOCIATION (K-9 SRA) í Sviss. Á námskeiðinu verður einkum farið í sporaleit á fjölförnum svæðum sbr. innanbæjarleitir með áherslu á „trailing“ þjálfun eða sporrakningu á hörðu yfirborði. Áhersla er lögð á að aðstoða þjálfarann við að þekkja sporahegðun hunda og lesa í aðstæður.  5-6 hundateymi komast að á námskeiðinu og amk. 10 áhorfendur. Þátttakendur þurfa ekki að hafa reynslu af sporavinnu og allar hundategundir eru velkomnar.

Um þjálfarann:
Alis Dobler er með Mastersgráðu frá háskólanum í Lausanne í réttarvísindum og starfar með lögreglunni í Zurich í Sviss. Alis hefur verið viðloðandi hundaþjálfun frá unga aldri og lauk hundaþjálfaranámi 2008, í kjölfarið hóf hún að þjálfa sporhunda og lauk kennsluréttindum frá GAK9 í Bandaríkjunum 2013. Hún er með réttindi til að leita að týndu fólki og til sérhæfðrar leitar að flóttamönnum og vopnuðum og hættulegum aðilum, auk þess að hafa leiðbeinenda- og dómararéttindi fyrir sporaleit. Alis vinnur með blóðhund í dag en hefur unnið með fleiri tegundir.

Námskeiðið fer fram á höfuðborgarsvæðinu.
3 dagar 18.-20. apríl verð 35.000 kr. pr. teymi.
Áhorfendur án hunds verð 10.000 kr.

Nánari upplýsingar veitir Kristín í síma 8684136 / kristin@leitarhundar.is
Skráning óskast send á netfangið með upplýsingum um hundateymið eða áhorfandann.

Áhugavert fyrir þátttakendur að skoða: www.gak9.com,  www.k9-manhunters.ch og www.k9-sra.ch