Hálendisgæsla Landsbjargar hóf leit að Hollenskum ferðamanni um tíu leitið á laugardagskvöld. Var fljótlega óskað eftir frekari aðstoð vegna erfiðra aðstæðna, skyggni var mjög slæmt og svartamyrkur.

Sporhundahópur sveitarinnar kom í Landmannalaugar kl fjögur að morgni sunnudags og hóf þá leit. Hópurinn fann hinn týnda rétt fyrir sjö og var hann að vonum ánægður með að sjá björgunarmennina. Klæddi hópurinn hann upp og gaf orkuríkt fæði.

Maðurinn gat sjálfur gengið með björgunarmönnunum á móti sexhjóli sem flutti hann í Hrafntinnusker þaðan sem hann fór til Landmannalauga.

[geo_mashup_map]

Categories: Útkall