Björgúlfur 30 ára

Unglingadeildin Björgúlfur verður 30 ára laguardaginn 11. febrúar. Haldið verður uppá afmælið í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, Flatahrauni 14, fimmtudaginn 9. febrúar kl 20. Sýndar verða myndir úr starfi deildarinnar undanfarin ár. Léttar veitingar í boði. Fyrrum félagar Björgúlfs og velunnarar deildarinnar eru hjartanlega velkomnir.

Vel heppnuð skíðaferð

Nú um síðastliðna helgi fór 11 manna hópur frá sveitinni norður á Akureyri í skíðaferð. Ferðin heppnaðist mjög vel og allir komu sáttir heim. Gist var í húsnæði Súlna og þökkum við þeim kærlega fyrir gestrisnina.

Takk fyrir stuðninginn

Kæru bæjarbúar og aðrir viðskiptavinir. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakka stuðninginn og óska ykkur gleðilegrar hátíðar. Farið varlega í kringum flugeldana og munið eftir öryggisgleraugunum. Flugeldasalan verður opin í kringum þrettándann eins og hér segir: fimmtudagur 5. jan. opið: 16 – 22 föstudagur 6. jan. opið: 12 – 21

þungfært í bænum

Nóg er að gera hjá okkar fólki þessa dagana. Rétt eftir miðnætti var sveitin kölluð til leitar að manni innanbæjar. Maðurinn fannst fljótlega en þá tóku við önnur verkefni. Sveitin var með þrjá bíla á flakki um bæinn í alla nótt og fram undir morgun. Björgunarfólk aðstoðaði tugi hafnfirðinga sem Read more…

Undirbúningur flugeldasölu sveitarinar

Félagar sveitarinnar standa nú í ströngu við að undirbúa flugeldasölustaði sveitarinnar. Sveitin verður með flugeldasölu á fjörum stöðum í Hafnarfirði eins og undanfarin ár. Staðirnir sem sveitin verður með flugeldasölu á eru á Flatahrauni 14 (gamla slökkvistöðin), við verslunarmiðstöðina Fjörð, Fornubúðir 8 við smábátahöfnina, og við Tjarnarvelli. Afgreiðslutímar eru eftirfarandi: miðvikudagur 28 des. 12:00 – Read more…

Styttist í opnun jólatrjáasölu

Nú fer að styttast í að við opnum okkar árlegu jólatrjáasölu í Hvalshúsinu. Salan opnar miðvikudaginn 14. desember. Það má segja að öll kvöld fram að jólum séu undirlögð í undirbúningsvinnu fyrir fjáraflanir. Við erum í óðaönn að koma útkallsbúnaði fyrir þannig að hann taki sem minnst pláss en sé Read more…

Sveitarfundur 21. nóvember

Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar eru hvattir til að mæta til sveitarfundar mánudaginn 21. nóvember kl: 20. Aðalefni fundarins verður húsbyggingarmál. Byggingarnefnd fer yfir stöðu mála og nefndin og stjórn svara fyrirspurnum um húsbygginguna. Stefnt er að því að halda fundinn í bílasalnum því von er á fjölmörgum félögum á fundinn. Read more…

Týndur ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Þessa stundina stendur yfir leit að týndum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi. Björgunarsveitarmenn af suðurlandi auk liðsauka frá höfuðborgarsvæðinu og suðurnesjum taka þátt í leitinni. Fjarskiptahópur BJSH er uppi í Baldvinsskála þar sem sett hefur verið upp stjórnstöð þaðan sem leitinni er stjórnað.  Hópurinn er stjórnendum leitarinnar innan handar með tækjabúnað og Read more…