Flugeldasala Björgunarsveitarinnar

Við viljum hvetja alla Hafnfirðinga til að versla flugeldana sína hjá björgunarsveitinni í okkar bæjarfélagi. Björgunarsveitin verður með flugeldasölu á eftirfarandi stöðum: Hvaleyrarbraut 32 (aðkoma frá Lónsbraut) Flatahraun 14  Tjarnarvellir  Opnunartímar fram að áramótum er sem hér segir 28. desember Read more…

Haustæfing Alþjóðasveitarinnar

Um helgina fór fram haustæfing Íslensku Alþjóðasveitarinnar þar sem BSH tók virkan þátt. Sveitin er sérhæfð rústabjörgunarsveit sem tekin er út sem slík af sameinuðu þjóðunum (SÞ). Björgunarsveit Hafnarfjarðar er ein af fimm björgunarsveitum sem mynda íslensku Alþjóðasveitina. Um helgina var Read more…

MAYDAY-MAYDAY-MAYDAY

-Leki um borð í seglskútunni FALADO VON RHODOS

Frásögn Odds Arnars Halldórssonar skipstjóra á björgunarskipinu Einar Sigurjónssyni.

Þann 8. ágúst klukkan 23:20 barst neyðarkall frá seglskútunni Falado Von Rhodos sem stödd var um 16 sjómílur vest-norð vestur af Garðskaga með 12 manns um borð. Vaktstöð siglinga tók á móti neyðarkallinu sem samstundis var áframsent til skipa og báta sem gætu verið á svæðinu.

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein í Sandgerði var á þessum tíma í viðhaldsstoppi og því var björgunarskipið Einar Sigurjónsson frá Hafnarfirði kallað út. Jafnframt var ákveðið að kalla út minni og hraðskreiðari báta frá björgunarsveitunum Suðurnes, Sigurvon í Sandgerði og Ægi í Garði auk þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ.

Veður á staðnum var austan 10 til 12 metrar, gott skyggni en allnokkur sjór. Klukkan 23:35 kallar skútan inn að aðalvél hennar sé dauð og dælur hættar að virka en að verið sé að lensa með handdælu. Á sama tíma var björgunarskipið Einar Sigurjónsson að leggja úr höfn í Hafnarfirði með dælur og mannskap ásamt björgunarbátnum Fiskakletti. Tveir togarar, þeir Hrafn Sveinbjarnarson og Baldvin Njálsson, sem voru á nálægum slóðum höfðu einnig tilkynnt að þeir ætluðu að halda á staðinn en að þeir væru ekki með neinar færanlegar dælur um borð.

Léttabátur af Hrafni Sveinbjarnarsyni var komin á staðinn en illa gekk að nálgast skútuna. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom skömmu síðar en gat ekki athafnað sig vegna mastra á skútunni og sjólags. Því reyndist þyrlubjörgun ekki möguleg nema að fólkið færi fyrst frá borði og um borð í björgunarbát. Var því ákveðið að bíða átekta eftir að björgunarskip og bátar kæmu á svæðið og þyrlan yrði stand-by í Keflavík á meðan. Áætlað var að fyrstu björgunarbátarnir kæmu á staðinn rétt fyrir klukkan eitt eftir miðnætti.

(more…)

SAREX 2013

Á morgun sunnudaginn 1 september mun fjarskiptaflokkur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar halda til Grænlands á æfingu. Þetta er sama æfing og flokkurinn fór á á síðasta ári. Hópurinn sem samanstendur af 5 manns og kemur hann til með að dreyfast á 2 Read more…

Nýliðakynningar 2013

Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar mánudaginn 2. september og fimmtudaginn 5. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Flatahraun 14. Langar þig að starfa í einni öflugustu björgunarsveit landsins? Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og Read more…

Subscribe to our Newsletter

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.