Sporhundar á ferð og flugi

Sporhundar sveitarinnar sjást á ferð og flugi um höfuðborgarsvæðið þessa dagana. Mikið er um æfingar en Þórir umsjónarmaður hundana og þjálfari æfir tíkurnar samviskusamlega til skiptis þó megnið af tíma hans fari í að byggja upp reynsluna hjá Urtu sem er yngri tíkin og eingöngu búin að sinna útköllum í Read more…

Gönguferð nýliða og unglingadeildar

Laugardaginn 24. nóvember fóru ofur hressir og duglegir nýliðar úr N1 ásamt unglingadeildinni Björgúlf og nokkrum fullgildum félögum í gönguferð á Keili. Farið var úr húsi klukkan 10:15 á laugardagsmorgunn í þvílíkri rjómablíðu. Þar sem veður var bjart og gott var útsýnið alla leiðina með eindæmum gott. Hópurinn kom tilbaka Read more…

Veðurfræði fyrirlestur

Miðvikudaginn 28. nóv síðast liðinn kl.19:30 flutti Bergur Einarsson, undanfari og Jökla-og jarðeðlisfræðingur fyrirlestur um veðurfræði. Fyrirlesturinn var haldinn í húsi okkar Björgunarmiðstöðinni Klett og var skyldunámskeið fyrir nýliða og áhugaverð upprifjun og umhugsunarefni fyrir aðra félaga. Við þökkum Berg kærlega fyrir góðan og áhugaverðan fyrirlestur.

Gönguferð Kattartjarnaleið

Það var vel mannaður og góður hópur göngumanna úr sveitinni sem lagði af stað í bítið á laugardag 24. nóvember síðast liðinn til þess að skoða Kattartjarnir (eða Katlatjarnir). Gangan hófst við Ölfusvatn og endaði í sundlauginni í Hveragerði. “Leiðangursmenn voru að ég held flestir sammála um að gönguleiðin kom á Read more…

Neyðarkall 2018

Nú er Neyðarkallasalan 2018 langt komin. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar stóðu vaktina dagana 1.-3. nóvember síðast liðinn og seldu lyklakippuna Neyðarkall í öllum helstu verslunum í Hafnarfirði, salan gekk afar vel enda er okkur alltaf vel tekið af Hafnfirðingum. Í tilefni 90 ára afmælis Slysavarnarfélagsins Landsbjargar minnumst við liðinna tíma og Read more…

Kjötsúpan er klár

Útkallshæfir félagar tóku sig til sunnudaginn 4. nóv síðast liðinn og hittust í húsi og útbjuggu risa skammt af kjötsúpu. Hópurinn hittist kl. 14 og skar niður hráefni í súpuna, sauð hana og pakkaði í hæfilega skammta. Kjötsúpan var síðan fryst fyrir komandi vetur og verður hægt að nýta hana í útköllum, Read more…

Útkall 3. nóv 2018

Rétt um kl. 1 í nótt, aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember,  svaraði Björgunarsveit Hafnarfjarðar útkallsboði vegna birgðaskips sem var að stranda við Helguvík. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom 15 manna áhöfn og hafnsögumanni frá borði. Hlutverk okkar manna var að tryggja vettvang. Undir morgun var ljóst að lítið yrði aðhafst fyrr en í Read more…

Útkall 1. nóv 2018

Fimmtudaginn 1. nóv 2018 um kl. 16:12 barst útkall til Björgunarsveitar Hafnarfjarðar vegna lendingar flugvélar á Keflavíkurvelli. Flugvélin var með slökkt á öðrum hreyflinum. Fjöldi félaga svaraði boðinu enda voru margir þegar í vinnu fyrir sveitina við sölu á Neyðarkalli og því nær höfuðstöðvum en ella. Vélin lenti án vandkvæða Read more…