Flugeldasala Björgunarsveitarinnar

Við viljum hvetja alla Hafnfirðinga til að versla flugeldana sína hjá björgunarsveitinni í okkar bæjarfélagi. Björgunarsveitin verður með flugeldasölu á eftirfarandi stöðum: Hvaleyrarbraut 32 (aðkoma frá Lónsbraut) Flatahraun 14  Tjarnarvellir  Opnunartímar fram að áramótum er sem hér segir 28. desember   12:00 – 22:00 29. desember   10:00 – 22:00 Read more…

Haustæfing Alþjóðasveitarinnar

Um helgina fór fram haustæfing Íslensku Alþjóðasveitarinnar þar sem BSH tók virkan þátt. Sveitin er sérhæfð rústabjörgunarsveit sem tekin er út sem slík af sameinuðu þjóðunum (SÞ). Björgunarsveit Hafnarfjarðar er ein af fimm björgunarsveitum sem mynda íslensku Alþjóðasveitina. Um helgina var haustæfing sveitarinnar sem jafnframt var fyrri endur-úttekt sveitarinnar af SÞ. Read more…

Nýliðakynningar 2013

Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar mánudaginn 2. september og fimmtudaginn 5. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Flatahraun 14. Langar þig að starfa í einni öflugustu björgunarsveit landsins? Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni Read more…

Önnur annasöm helgi hjá BSH

Nokkuð var að gera um þessa helgi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Tækjamót SL var haldið í Hvanngili og  fóru 11 manns á 2 sveitarbílum og að auki á nokkrum einkabílum á mótið. Í hópnum voru  sex sleðamenn, tveir á fjórhjólum og svo var einn jeppahópur. Farið var úr húsi á föstudeginum Read more…

Annasöm helgi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Félagar sveitarinnar stóðu í ströngu síðastliðna helgi. Nýliðar fóru í vetrarferð þar sem gist var í snjóhúsum. Sleðaflokkur fór í æfingarferð í Bláfjöllum. Kristín og sporhundurinn Perla fóru á æfingu með leitarhundum SL á Ólafsfirði. Tveir meðlimir sjóflokks BSH voru á áhafnarnámskeiði björgunarskipa.  Einnig var  einn meðlimur sveitarinnar á fimm Read more…

Útkall F3 Grænn- Aðstoð vegna ófærðar

í gær voru um 25 manns á 4 bílum sveitarinnar að störfum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Aðalverkefni þeirra voru meðal annars að leysa fasta bíla, hjálpa til við að loka Reykjanesbrautinni, flytja starfsfólk landsspítalans í vinnu og einnig voru nokkrar þakplötur negldar niður.

Æfing í fyrstu hjálp

Í kvöld hélt sveitin stóra æfingu í leit og fyrstu hjálp á Hvaleyravatni. Alls mættu 19 björgunarmenn frá BSH, 6 björgunarmenn frá Hjálparsveit skáta Garðabæ og einnig komu 8 sjúklingar frá BSH að æfingunni. Æfingin gekk mjög vel, öllum var bjargað og allir mjög ánægðir með æfinguna.

Fagnámskeið í fjarskiptum

Sex manns úr fjarskiptahópi sveitarinnar sóttu fagnámskeið í fjarskiptum á vegum björgunarskólans  6. – 10. febrúar sl. í húsnæði Hjálparsveitar Skáta í Kópavogi. Farið var yfir fjarskiptakerfi björgunarsveitanna, virkni VHF og Tetra, möguleikana á að tengja kerfi saman og hvernig hægt er að koma á sambandi á svæðum þar sem Read more…