Félagar sveitarinnar við björgunarstörf á Fimmvörðuhálsi

Í gærkvöldi sinntu sex meðlimir sveitarinnar og aðrir björgunarsveitarmenn aðstoð við slasaða ferðalanga á gönguleiðinni úr Þórsmörk að gosstöðvunum. Einnig komu 2 undanfarar frá sveitinni með þyrlu ásamt öðrum undanförum af höfuðborgarsvæðinu.

Konu sem slasaðist á öxl var fylgt niður í Bása og ekið þaðan á björgunarbifreið til móts við sjúkrabíl kl 18:30.

Þá er talið að karlmaður hafi ökklabrotnað neðan við einstígið Kattarhryggi fyrir ofan Bása klukkan 20:00.  Björgunarsveitir sinntu honum á vettvangi og biðu flutnings með aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.  Því miður reyndist ekki unnt að hífa manninn um borð vegna þess hve gilið er þröngt og bratt og aðstæður erfiðar fyrir þyrlu.

(more…)

Leit að göngufólki við Keili

Seint í gærkvöld barst beiðni um að hefja leit að göngufólki er hafði villst af leið niður af Keili.  Leitarmenn lögðu af stað úr húsi um miðnætti og fólkið fannst um 4 um nóttina.  Ferðalangarnir voru að vonum ánægðir með að mæta leitarmönnum sem komu færandi hendi með heitt kakó Read more…

Sprungubjörgun við Valaból

Í dag fór Björgunarsveit Hafnarfarðar auk björgunarsveita á svæði 1 og Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins í útkall upp í bakgarð okkar Hafnfirðinga að bjarga konu úr sprungu við Valaból. Fóru þrír bílar auk fjórhjóls og i þeim 8 undanfarar og 2 bílstjórar.  Fór útkallið á besta veg og var verkefninu lokið á Read more…

Mikið að gera sl. helgi

Í nógu var að snúast hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar nú um helgina. Nýliðar voru á fyrstuhjálparnámskeiði á Úlfljótsvatni ásamt umsjónarmönnum. Sjóflokkur sveitarinnar var kallaður til aðstoðar við vélarvana bát fyrir utan Hafnarfjörð. Tvívegis var sporhundaflokkur kallaður til leitar að fólki sem ekki hafði skilað sér á tilsettum tíma. Í bæði skiptin Read more…

Inflúensa

Nú eru komnir bólusetningarskammtar og stefnt á að byrja bólusetningu á björgunarsveitarfólki sem fyrst. Það þarf þó að gerast skipulega. Björgunarsveit Hafnarfjarðar stefnir á að senda inn lista með um 30 nöfnum. Skila þarf listanum fyrir kl 12 á morgun föstudag.   Sveitirnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt svæðisstjórn hafa sett fram Read more…

Óveðursútkall 9. okt. 2009

Um kl. 12:45 á föstudag kom útkall frá 112, vegna óveðurs á Höfuðborgarsvæðinu.  Rétt um 30 manns komu að útkallinu með einum eða öðrum hætti. Flest verkefnin hjá okkar sveit var að festa niður þakplötur og ná í kör sem voru að fjúka.  Vellirnir, Áslandið, Stuðlaberg, Suðurvangur og Síðumúli voru Read more…

Útkall í Helgafell

Björgunarsveit Hafnarfjarðar ásamt Hjálpafsveit skáta Garðabæ voru kallaðar út laust eftir kl 23 í kvöld, til aðstoðar við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins. Kona hafði hrasað á göngu við Helgafell og gat ekki gengið. Ekki er akfært að Helgafelli og þurfti því að bera konuna niður í Kaldársel. Þaðan sem hún var flutt Read more…

Útkall skúta í vandræðum

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út í gær kvöldi til að aðstoða skútu sem strandað hafði á skeri við Engey fyrir utan Reykjavík. Var útkallið boðað út á hæsta forgangi eða rauðum og var viðbragðstíminn innan við 10mín þegar hraðbjörgunarbáturinn Fiskaklettur fór úr höfn og fylgdi börgunarskipið Einar Sigjónsson fast á Read more…