Nýliðar á Sjó

Í dag fóru 12 nýliðar í umsjón sjóflokks að sigla á Bs.Einari Sigurjónssyni og Bb. fiskakletti. farið var stuttur hringur yfir í höfnina í kópavogi þar sem nýliðum var kennt alskyns hlutum s.s. að velta björgunarbátum , notkun björgunarnets og margt fleira. þaðan fór hópurinn í flugskýli landhelgisgæslunar þar sem Read more…

Nýliðar á fjallamennskunámskeiði

Um síðustu helgi hélt Björgunarsveit Hafnarfjarðar námskeið í fjallamennsku fyrir þá nýliða sem hófu þjálfun sína í haust. Námskeiðið nefnist fjallamennska 1 og þar eru kennd grunnatriði í ferðalögum um fjallendi að vetri til. Sérstaklega er farið yfir notkun ísaxar og mannbrodda ásamt leiðarvali með tilliti til snjóalaga. Leiðbeinendur voru Read more…

Nýliðastarfið að hefjast!

Fyrra kynningarkvöld fyrir nýliða í Björgunarsveit Hafnarfjarðar verður í kvöld 3. september og það síðara verður miðvikudagskvöldið 5. september klukkan 20 í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14. Ef þig langar gera sjálfboðastarf björgunarsveitanna að lífstíl, vinna með hressu og skemmtilegu fólki að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þá áttu erindi til Read more…

Blóðbankaferð þann 30. apríl

Þann 30. apríl fóru hetjurnar Atli, Egill, Telma, Sæmundur og Sigurður í ferð í blóðbankann á Snorrabraut. Allir gáfu blóð, þótt Sigurður fór í prufu. Við viljum þakka starfsfólki fyrir góða ummönnun og fagmennsku… Pæja kom einnig með og var hún hinn mesti skemmtikraftur, sérstaklega þegar hún reyndi að keyra bílinn.

Blóðgjöf

Félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar fóru í hópferð fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag til þess að gefa blóð hjá Blóðbankanum.  Mikil vöntun hefur verið á blóði undanfarið og hvetjum við alla sem geta til að fara og gefa blóð.  Blóðgjöf er lífgjöf!

Nýliðaferð á Miðfellstind

Nú um helgina fóru nýliðar 2 í ferð og var ferðinni heitið upp á Miðfellstind. Lagt var af stað út úr húsi á föstudags eftirmiðdaginn kl17.30 og var ferðinni þaðan heitið í Skaftafell. Frá Skaftafelli var labbað inn í Kjós þar sem upp voru settar tjaldbúðir. Vaknað var á laugadagsmorgni kl08.00 Read more…

Nóg um að vera hjá sveitinni þessa helgina

Um núliðna helgi var ýmislegt í gangi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Sex einstaklingar eyddu helginni á Úlfljótsvatni þar sem grunnnámskeið Íslensku Alþjóðasveitarinnar fór fram. Fjórir sátu námskeiðið og höfðu mikið gaman af. Á námskeiðinu er farið í gegnum alla innri virkni Íslensku Alþjóðasveitarinnar auk þess sem að menn og konur fræðast Read more…

Nýliðastarfið er hafið

Nýliðastarf BJSH er hafið og skráðu sig 38 einstaklingar á fundunum í síðustu viku.  Enn er hægt að skrá sig og er best að hafa samband með tölvupósti á póstfangið thorolfur[hjá]spori.is Eintak af dagskrá nýliðastarfsins er að finna hér. Næstkomandi miðvikudag verður farið í fjallgöngu á Helgafell.  Mæting er stundvíslega Read more…