Flugeldasala

Félagar sveitarinnar standa nú í ströngu við að undirbúa flugeldasölustaði sveitarinnar. Sveitin verður með flugeldasölu á fjörum stöðum í Hafnarfirði eins og undanfarin ár. Staðirnir sem sveitin verður með flugeldasölu á eru í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14 , við verslunarmiðstöðina Fjörð, Fornubúðir 8 við smábátahöfnina, og við Tjarnarvelli. Afgreiðslutímar eru eftirfarandi: 28 des. Read more…

Lárus til Filippseyja í hjálparstarf

Félagi okkar og félagi í Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni (ÍA), Lárus Steindór Björnsson, er nú á leið til Filippseyja þar sem fellibylurinn Bopha gerði mikinn usla í síðustu viku. Lárus verður hluti af viðbragðsteymi Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 37 stærstu hjálparsamtaka heimsins og sérhæfa sig í fjarskiptum og tölvutækni á skaðasvæðum. Mun Read more…

Jólatrjáasala 2012

Jólatrjáasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður opin sem hér segir: 11-14 desember verður opið frá klukkan 13:00-21:30 14-23 desember verður opið frá klukkan 10:00-21:30 Salan er sem áður í Hvalshúsinu á móti Krónunni Reykjavíkurvegi. Við erum með Normannsþyn frá Danmörku og eru trén afar falleg í ár  

Heimsókn 21 nóvember

Miðvikudaginn síðasta fékk Björgunarsveit Hafnarfjarðar heimsókn frá hópi úr Gamla Bókasafninu í Hafnarfirði. Mikill áhugi var hjá hópnum. Þau voru sótt á bílum sveitarinnar og keyrð niðrá höfn þar sem sýning á Einari Sigurjónsynni fór fram, eftir það komu þau uppá Flatarhraun og húsið skoðað, Bílasalurinn og talstöðvaskápurinn voru greinilega Read more…

Sporhundafréttir

Sporhundur sveitarinnar Perla hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði. Grunnþjálfun er lokið, þ.e.a.s. hún þekkir verkefnið sem ætlast er til að hún vinni og er áköf í að leysa það. Þjálfunin er því komin á næsta stig, útkallsþjálfun. Nú er hún þjálfuð við mismunandi aðstæður, innanbæjar sem utan, Read more…

Haustæfing Íslensku Alþjóðasveitarinnar

Um helgina stendur yfir haustæfing Íslensku Alþjóðasveitarinnar (ÍA). Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar tekur þátt með sjö björgunarmönnum en sveitin er ein af aðildareiningum ÍA. Björgunarsveit Hafnarfjarðar  er einnig með tvo menn í æfingastjórn sem sér um að skipuleggja og framkvæma æfinguna. Síðast en ekki síst sér sveitin um sjúklinga fyrir æfinguna. Read more…

Spori 2 settur á 46″ dekk

Í gærkvöldi stóð bílaflokkur í dekkjaskiptum á Spora 2. Bíllinn sem er af gerðinni Toyota Land Cruiser 80 hefur verið á 44″ dekkjum undanfarið en ákveðið var að setja hann á stærri dekk til að halda í við þróun jeppaflota landans. Með stærri dekkjum eykst drifgeta flokksins til muna og við Read more…

Flugdeild LHG heimsótt

Í kvöld bauð Flugdeild Landhelgisgæslu Íslands leitarhópum á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn. Það var afar skemmtilegt og fræðandi að fá að sækja þá heim. Við skoðuðum aðstöðuna þeirra og þyrluna TF Gná. Fórum út fyrir hús og prufuðum nætusjónauka sem þeir nota í starfi sínu. Einnig var haldin smá tala um Read more…

Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli

Laugardaginn 6. október síðastliðinn var haldin flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli á vegum ISAVIA. Björgunarsveit Hafnarfjarðar kom að æfingunni með ýmsum hætti, allt frá undirbúningi til loka æfingarinnar. Nýliðar tóku þátt í að farða leikarana ásamt því að leika sjúklinga sjálfir. Sjóflokkur sveitarinnar sá til þess að 100 leikarar væru vel nærðir Read more…