Jólatrjáasala desember 2018

Jólatrjáasala vetrarins er komin á fullt. Salan hófst miðvikudaginn 12. des á hádegi og stendur fram á Þorláksmessukvöld. Jólatrjáasalan er í Hval, á horni Flatahrauns/Reykjavíkurvegar, þar sem við höfum verið um árabil. Salan er starfrækt af sjálfboðaliðum sveitarinnar og með meðbyr frá velunnurum líkt og Hval ehf., Húsamiðjunni, Te & Read more…

Sporhundar á ferð og flugi

Sporhundar sveitarinnar sjást á ferð og flugi um höfuðborgarsvæðið þessa dagana. Mikið er um æfingar en Þórir umsjónarmaður hundana og þjálfari æfir tíkurnar samviskusamlega til skiptis þó megnið af tíma hans fari í að byggja upp reynsluna hjá Urtu sem er yngri tíkin og eingöngu búin að sinna útköllum í Read more…

Gönguferð nýliða og unglingadeildar

Laugardaginn 24. nóvember fóru ofur hressir og duglegir nýliðar úr N1 ásamt unglingadeildinni Björgúlf og nokkrum fullgildum félögum í gönguferð á Keili. Farið var úr húsi klukkan 10:15 á laugardagsmorgunn í þvílíkri rjómablíðu. Þar sem veður var bjart og gott var útsýnið alla leiðina með eindæmum gott. Hópurinn kom tilbaka Read more…

Veðurfræði fyrirlestur

Miðvikudaginn 28. nóv síðast liðinn kl.19:30 flutti Bergur Einarsson, undanfari og Jökla-og jarðeðlisfræðingur fyrirlestur um veðurfræði. Fyrirlesturinn var haldinn í húsi okkar Björgunarmiðstöðinni Klett og var skyldunámskeið fyrir nýliða og áhugaverð upprifjun og umhugsunarefni fyrir aðra félaga. Við þökkum Berg kærlega fyrir góðan og áhugaverðan fyrirlestur.

Gönguferð Kattartjarnaleið

Það var vel mannaður og góður hópur göngumanna úr sveitinni sem lagði af stað í bítið á laugardag 24. nóvember síðast liðinn til þess að skoða Kattartjarnir (eða Katlatjarnir). Gangan hófst við Ölfusvatn og endaði í sundlauginni í Hveragerði. “Leiðangursmenn voru að ég held flestir sammála um að gönguleiðin kom á Read more…

Útkall 25. nóv 2018, leit

Sunnudagskvöldið 25. nóv barst sveitinni útkall kl. 21:45. Leitað var að týndum einstakling á höfuðborgarsvæðinu. Leitarhópar og sporhundahópur fóru úr húsi stuttu síðar og beint á boðaðan mætingarpunkt. Leit stóð yfir til klukkan 01:52 er leit var afturkölluð er viðkomandi fannst.

Útkall 16. nóv 2018 vegna veðurs

Fyrsta lægð vetrarins er nú gengin yfir. Föstudaginn 16. nóvember hafði veðurstofa gefið út viðvörun vegna væntanlegrar lægðar. 2 félagar úr BSH mættu í hús á hádegi og yfirfóru allan óveðursbúnað sveitarinnar, raðaði í kistur og setti búnað við bíla. Forsjálni þeirra að þakka var allt klárt þegar útkallið barst Read more…

Útkall 8. nóv 2018

BSH barst útkall kl. 13:04 þann 8. nóv síðast liðinn. Sjóslys í Hvalfirði við Búðasand, kajak ræðari í vanda. Sveitin var beðin að senda af stað allar sjófærar bjargir. Útkallið varaði stutt en ræðarinn var kominn í land um tuttugu mínútum eftir að neyðarboð barst.