Flugeldasalan komin í gang.

Jæja þá er allt komið á fullt í sölunni og gríðarlega góð stemming á stöðunum okkar. Flugeldasýningin verður svo mánudagskvöldið 29. des kl 20.30. Við munum þurfa á fullt af höndum að halda vegna sýningarinnar. Sýningin þetta árið er samvinnuverkefni með Hafnarfjarðarbæ í tilefni 100 ára afmæli bæjarins og vegna Read more…

Jólakveðja.

Kæru félagar, nú þegar jólahátíðin er gengin í garð og stund er milli stríða er rétt að minnast góðra stunda frá árinu sem er senn að líða. Starf sveitarinnar sveitarinnar hefur verið í miklum blóma þetta árið og er það ykkur öllum frábærum hópi að þakka. Sjaldan höfum við horft Read more…

Renningur á Hafnarfjarðarhálendinu

Sleðaflokkur sveitarinnar hélt til æfinga á Hafnarfjarðarhálendinu síðastliðinn laugardag. Eins og snjóalög voru þá reyndist mögulegt að keyra úr húsi og beint upp í Grindarskörð. Tilefnið var að kanna möguleika á að komast um á sleðunum við þessar aðstæður. Það reyndist hið besta mál þó nokkuð vantaði upp á grunninn Read more…

Svaraðu kallinu !

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefja í dag nýtt fjáröflunar- og endurvinnsluátak undir heitinu „Svaraðu kallinu!“ Átakið felst í því að björgunarsveitir safna gömlum gsm símum en ljóst er að slíkir símar leynast víða í skúffum og skápum landsmanna. Björgunarsveitirnar koma símunum áfram til þýska fyrirtækisins Greener Solutions sem sérhæfir sig í Read more…

Útkall vegna óveðurs

Björgunarsveit Hafnarfjarðar sinnti í kvöld yfir 20 aðstoðarbeiðnum sem komu vegna óveðursins sem gekk yfir. Verkefnin voru að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsum og eigum fólks, eins að hefta fok og ýmislegt fleira. Alls tóku um 20 félagar sveitarinnar þátt í aðgerðinni.

Útkall – Stormviðvörun

Að beiðni Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur Björgunarsveit Hafnarfarðar verið sett í viðbragðsstöðu vegna stormviðvörunar.  Sveitin biður fólk um að ganga úr skugga um að engir lausir hlutir séu í nágreni sínu sem gætu fokið.  Veðrið ætti að vera gengið yfir um miðnætti í nótt. Ef aðstoðar sveitarinnar er þörf skal Read more…