Sölusýning

Slysavarnadeildin Hraunprýði verður með sölusýningu á glerlistmunum  í Björgunarmiðstöðinni, að Flatahrauni 14, (gömlu slökkvistöðinni) laugardaginn 13.desember klukkan 15.00-18.00. Endilega kíkið við og fáið fallega listmuni á góðu verði, myndir, skartgripir og fleira.  Verðum með heitt á könnunni.

Skugganefja við Hvaleyri

Einar Sigurjónsson og Valiant fóru s.l þriðjudag í fjöruna við Hvaleyri, til að ná í Skugganefju, sem er ca. 5m hvalur.  Rak hann upp í fjöru í síðustu viku.  Starfsmenn Hafró voru búnir að taka sýni úr hvalnum þegar við komum að. Hafði hvalurinn sennilega lent á báti, þar sem að kjálkinn Read more…

Messað um sleðamál norðan heiða

Hin árlega fagráðstefna sleðamanna innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldina á Akureyri þann 29. nóvember. Að vanda voru skemmtilegir og fróðlegir fyrirlestrar í boði auk þess sem slegið var upp sýningu á tækjum sveita. Sleðaflokkur BH lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og mætti þarna með 7 manns auk þess að Read more…

Útkall – Týnd rjúpnaskytta

Í gær og í allan dag hefur björgunarfólk frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, tekið þátt í leit að týndri rjúpnaskyttu á Skáldabúðaheiði sem saknað hefur verið frá hádegi í gær.  Á þriðja tug manna hafa komið að leitinni frá Hafnarfirði á fjórum bílum, tveimur fjórhjólum, með sporhund og svæðisleitarhund. Skyttan er enn Read more…

Langjökull

Bílaflokkar þriggja björgunarsveita á svæði eitt fóru nú um helgina í sameiginlega æfingarferð á Langjökul.  Fengu bílstjórarnir að kynnast flestu því er viðkemur ferðamennsku á jöklum, hvers skal varast, spila sig upp brattar brekkur og margt fleira.  Það var heldur ekki þannig að veðrið léki við okkur heldur þurfu menn Read more…

Jeppanámskeið

Í gærkvöldi kom Freyr Jónsson, oft kenndur við Arctic Trucks, í heimsókn og hélt langan og góðan fyrirlestur um jeppabifreiðar.  Farið var yfir allt sem tengist akstri jeppa, drifrás, dekk, viðhald og margt fleira.  Þarna var klárlega maður á ferð sem allir gátu lært af, sama á hvaða aldri þeir Read more…

Útkall !

Kl 6:23 í morgun var sjóflokkur sveitarinnar kallaður út af lögreglu til leitar að manni sem saknað var í Hafnarfjarðarhöfn og var farið á öllum bátum sveitarinnar til leitar. Kl 6:38 var landflokkur sveitarinnar einnig boðaður til leitar. Lögregla fann svo manninn heilann á húfi kl 6:45. 12 félagar sveitarinnar Read more…

Köfunardagur

Síðastliðinn laugardag var haldinn köfunardagur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Var öllum félögum sveitarinnar boðið að koma og prófa köfun við eins öruggar aðstæður og kostur er. Fékk sveitin afnot af Sundhöll Hafnarfjarðar og var henni lokað fyrir almenning á meðan sveitin var við æfingar. Kann sveitin Sundhöll Hafnarfjarðar bestu þakkir fyrir aðstöðuna. Um Read more…

Kærar þakkir Hafnfirðingar!

Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakkar öllum þeim er keyptu Neyðarkallinn þetta árið.  Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum og sölufólki okkur tekið mjög vel og með hlýhug.  Einstakt þótti okkur hvað fólk var ánægt þegar það gat sýnt okkur að það hefði keypt Neyðarkallinn þegar það gekk fram hjá sölustöðum. Einungis með Read more…

Útkall – Leit að ungmennum eftir sprengingu

Um kl 20:00 í gærkveldi var Björgunarsveit Hafnarfjarðar kölluð út til þess að leita að ungmennum eftir sprengingu sem varð í skúr við Grundargerði í Reykjavík. Rúmlega 30 manns tóku þátt í aðgerðinni á vegum BH. Leitað var í eins kílómeters radíus frá slysstaðnum.  Aðgerðunum lauk um kl 02:00.