Nýliðakynningar

Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar miðvikudaginn 31 ágúst og fimmtudaginn 1. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin). Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni björgunarsveita. Ef þú hefur áhuga á Read more…

Aðalfundur

Aðalfundur sveitarinnar verður haldinn þriðjudaginn 31. maí klukkan 18:30 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32. Dagskrá er samkvæmt lögum sveitarinnar. Kveðja, stjórn Björgunarsveitar Hafnarfjarðar

Fyrsti sveitarfundur ársins

Komið þið sæl og gleðilegt ár, á morgun mánudag er sveitarfundur sem hefst kl 20.00. Á dagskrá er uppgjör úr fjáröflunum. Vetrarferð, fjáraflanir almennt, hvernig gekk að manna þær og svo framvegis, hugrenningar stjórnar á nýju ári, hvað er framundan, önnur mál úr sal. Rúsínan í pylsuendanum er svo fyrirlestur Read more…

Flugeldasalan er hafin

Nú höfum við opnað alla flugeldamarkaði okkar. Hér má sjá kort af okkar sölustöðum og upplýsingum um opnunartíma. Annað kvöld munum við skjóta upp nokkrum vel völdum vörum fyrir utan sölustað okkar við Hvaleyrarbraut, ekið inn frá Lónsbraut. Við höfum dregið út úr lukkunúmeraleiknum okkar og má finna vinningsnúmerin á Read more…

Nýir leitarkafarar

Seinustu tvær helgar hefur verið nóg um að vera í Njarðvíkurhöfn en kafarar frá SL hafa verið þar á leitarköfunarnámskeiði. Nokkur ár eru síðan að seinast var haldið námskeið í leitarköfun og því kærkomið að fjölga aðeins í hópunum og fá inn nýja meðlimi. Að þessu sinni tóku tveir kafarar Read more…

Neyðarkallinn 2015

Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitarmaður í bílaflokki. Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum. Salan fer fram 5.-7. nóvember og Read more…

Flóttamannaaðstoð í Grikklandi

Um þessar mundir eru tveir félagar úr fjarskiptahóp sveitarinnar að sinna flóttamannaaðstoð í Grikklandi. Þeir Ingólfur Haraldsson og Lárus Steindór Björnsson fóru út 14. október  á vegum regnhlífasamtakana NetHope. Samtökin sjá um að koma á eða bæta fjarskipti til að greiða fyrir samstarfi milli viðbragðsaðila. Þeir Ingólfur og Lárus munu Read more…

Nýliðar: Helgafell í kvöld

Í kvöld verður farið á Helgafell í Hafnarfirði og er þetta fyrsti fundur nýliðastarfsins í vetur. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér nýliðastarfið þá ertu velkominn með, ekki of seint! Mæting kl. 19.30 í björgunarmiðstöðina Klett að Hvaleyrarbraut 32 (komið Lónsbrautarmegin). Mætið í góðum skóm, helst gönguskóm, með Read more…

Viðvörun: Stormur

Veðurstofa Íslands varar við krappri lægð með suðaustan stormi hér á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og nótt. Við hvetjum alla til að ganga frá eða festa tryggilega þá lausamuni sem geta fokið. Sjá nánar veðurspá á www.vedur.is 

Nýliðakynningar

Langar þig að starfa í einni öflugustu björgunarsveit landsins? Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar miðvikudaginn 2. september og fimmtudaginn 3. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin). Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt Read more…