Aðalfundur

Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Kletti, Hvaleyrarbraut 32, Hafnarfirði – mánudaginn 19 mars 2018 kl. 19:00 kl. 19:00   Léttur kvöldverður kl. 20:00  Aðalfundur Dagskrá samkvæmt lögum félagsins ​Stjórn Björgunarsveitar Hafnarfjarðar

Þrettándasala!

Eru þið búin að sækja ykkur flugelda fyrir þrettándann? Flugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er opin í dag, laugardaginn 6. janúar til 22:00. Endilega kíkið við á Hvaleyrarbraut 32, Lónsbrautar meginn. Hlökkum til að sjá ykkur og takk fyrir stuðninginn 🙂 Hér finnur þú okkur!

Flugeldasýning!

Í kvöld klukkan 19:00, 29. desember skjótum við upp frá Lónsbraut fyrir framan húsið okkar sem staðsett er á Hvaleyrarbraut 32 (Sjá mynd) Allar vörur sem skotið verður upp eru til sölu á sölustöðum okkar. Verið velkomin.

EINSTAKT JÓLATRÉ

Vertu með EINSTAKT jólatré Björgunarsveit Hafnarfjarðar selur jólatré til að fjármagna björgunarstarfið. Þannig verða jólatrén okkar einstök, því þau bjarga – ef þú kaupir – Þú færð einstakt jólatré hjá Björgunarsveit Hafnafjarðar á horni Flatahrauns og Reykjavíkurvegar, í Hvalshúsinu Opið mánudaga til föstudaga kl. 13.00 – 21.30 laugardaga og sunnudaga Read more…

Flugeldasalan opnar 28. desember

Við þurfum á ykkar styrk að halda! Með flugeldasölu fjármögunum við björgunarstarf 365 daga á ári. Í ár verðum við með þrjá sölustaði og opnunartímar verða sem hér segja: fimmtudaginn 28. des frá kl. 10-22 föstudaginn 29. des frá kl. 10-22 laugardaginn 30. des frá kl. 10-22 Gamlársdag 31. des Read more…

Nýliðakynning

Langar þig að starfa í einni öflugustu björgunarsveit landsins? Nýliðakynning Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldin miðvikudaginn 6. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin). Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni björgunarsveita. Read more…

Stína kvödd

Í gær fylgdum við félaga okkar henni Kristínu Gróu Gunnbjörnsdóttur eða Stínu eins og hún var alltaf kölluð hinsta spölinn. Stína lést eftir stutt veikindi þann 11. febrúar sl. Stína var öflugur félagi í Slysavarnadeildinni Hraunprýði og stóð ófáar vaktirnar í fjáröflunum og eins að hlúa að okkur félögunum þegar Read more…

Leitin að Birnu Brjánsdóttur

Um 500 björgunarsveitamenn leita nú Birnu Brjánsdóttur. Frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar eru að störfum um 40 manns, sem bæði eru úti á fjórum bílum, einu sexhjóli og í björgunarmiðstöðinni okkar Klett sem notuð er sem bækistöð fyrir leitarfólk þar sem það getur nærst og safnað kröftum. Við viljum þakka öllum þeim Read more…

Þrettándasala

Þrettándasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er opin fimmtudaginn 5. janúar frá 12:00-22:00 og föstudaginn 6. janúar frá 12:00-20:00. Þið finnið okkur við Hvaleyrarbraut 32 (ekið að Lónsbrautar megin). Hlökkum til að sjá ykkur og takk fyrir stuðninginn 🙂

Flugeldasalan hefst á morgun

Kæru landsmenn! Á morgun opnar flugeldasalan okkar, við verðum með þrjá sölustaði í ár. Opnunartímar: miðvikudagurinn 28. des frá kl. 10-22 fimmtudaginn 29. des frá kl. 10-22 föstudaginn 30. des frá kl. 10-22 Gamlársdag 31. des frá 9-16 Sölustaðir okkar eru: Risaflugeldamarkaður í björgunarmiðstöðinni Kletti við Hvaleyrarbraut 32, aðkoma frá Read more…