Útkall 1. nóv 2018

Fimmtudaginn 1. nóv 2018 um kl. 16:12 barst útkall til Björgunarsveitar Hafnarfjarðar vegna lendingar flugvélar á Keflavíkurvelli. Flugvélin var með slökkt á öðrum hreyflinum. Fjöldi félaga svaraði boðinu enda voru margir þegar í vinnu fyrir sveitina við sölu á Neyðarkalli Read more…

Ólafsskarðsvegur genginn

Laugardaginn 20. október gengu átta vaskir félagar Spora um Ólafsskarðsveg. Gangan hófst við Jósepsdal og endaði við Litlaland í Ölfusi. Leiðin er ekki erfið en hópurinn fékk slagveður á leiðinni og notaði m.a. skel til að leita skjóls fyrir veðrinu í nestipásu. Read more…

Æfing í notkun fluglínutækja

Að kvöldi þriðjudags 16, október var Sjóflokkurinn okkar með námskeið fyrir alla félaga sem hét “Kennsla og notkun Fluglínutækja”. Námskeiðið var haldið fyrir utan höfuðstöðvar okkar, Klett. Farið var í gegnum uppsetningu á fluglínutækjunum, notkun þeirra og helstu veikleika og styrkleika Read more…

Aðalfundur

Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í Kletti, Hvaleyrarbraut 32, Hafnarfirði – mánudaginn 19 mars 2018 kl. 19:00 kl. 19:00   Léttur kvöldverður kl. 20:00  Aðalfundur Dagskrá samkvæmt lögum félagsins ​Stjórn Björgunarsveitar Hafnarfjarðar

Þrettándasala!

Eru þið búin að sækja ykkur flugelda fyrir þrettándann? Flugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er opin í dag, laugardaginn 6. janúar til 22:00. Endilega kíkið við á Hvaleyrarbraut 32, Lónsbrautar meginn. Hlökkum til að sjá ykkur og takk fyrir stuðninginn 🙂 Hér Read more…

Flugeldasýning!

Í kvöld klukkan 19:00, 29. desember skjótum við upp frá Lónsbraut fyrir framan húsið okkar sem staðsett er á Hvaleyrarbraut 32 (Sjá mynd) Allar vörur sem skotið verður upp eru til sölu á sölustöðum okkar. Verið velkomin.

EINSTAKT JÓLATRÉ

Vertu með EINSTAKT jólatré Björgunarsveit Hafnarfjarðar selur jólatré til að fjármagna björgunarstarfið. Þannig verða jólatrén okkar einstök, því þau bjarga – ef þú kaupir – Þú færð einstakt jólatré hjá Björgunarsveit Hafnafjarðar á horni Flatahrauns og Reykjavíkurvegar, í Hvalshúsinu Opið Read more…

Subscribe to our Newsletter

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.