Eggjatínsla í Krýsuvíkurbjargi

Félagar sveitarinnar hafa undanfarna daga farið og tínt svartfuglsegg í Krýsuvíkurbjarg sem er á sunnanverðu Reykjanesi. Hefur sveitin staðið fyrir þessari fjáröflun í yfir 30 ár. Sigið er niður í bjargið með sérútbúnum sigbúnaði sem þróaður hefur verið frá því að menn fóru í fyrstu ferðirnar. Einnig er notast við bíla sveitarinnar til að Read more…

Björgunarleikar 2009

Samhliða Landsþingi Landsbjargar sem haldið var núliðna helgi voru haldnir björgunarleikar. Keppt var í hinum ýmsu greinum sem tengjast björgunarstarfi og tóku alls 18 lið þátt af öllu landinu. BH sendi tvö lið til keppninnar, annað skipað undanförum en hitt nýliðum af fyrsta ári. Undanfararnir hrepptu annað sætið en fast Read more…

Þakkir

Eftirfarandi þakkarbréf barst skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá aðila sem var í gönguhóp er bjargað var af Skessuhorni 28. mars sl. Hjartans þakkir flyt ég  öllum þeim er komu og aðstoðuðu okkur í  gönguhóp  er gekk á Skessuhorn laugardaginn 28 mars sl. er ein úr hópnum hrapaði og slasaðist svo kalla Read more…

Aðalfundur 2009

Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar var haldinn laugardaginn 28. mars. Tillaga uppstillinganefndar var samþykkt án mótframboða. Aðalfundurinn skipaði því í eftirfarnandi embætti; STJÓRN Formaður              Júlíus Þ. Gunnarsson Varaformaður        Harpa Kolbeinsdóttir Gjaldkeri               Pálmi Másson Ritari                     Ingólfur Haraldsson Meðstjórnandi       Lárus Steindór Björnsson Meðstjórnandi       Sigurður Ingi Guðmarsson Meðstjórnandi       Margrét Hrefna Pétursdóttir Varamaður             Birgir Snær Guðmundsson Varamaður             Read more…

Uppstilling fyrir aðalfund Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2009

Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í húsi sveitarinnar laugardaginn 28. mars kl 10:00 Uppstilling fyrir aðalfund Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2009  STJÓRN Formaður               Júlíus Þ. Gunnarsson Varaformaður        Harpa Kolbeinsdóttir Gjaldkeri               Pálmi Másson Ritari                     Ingólfur Haraldsson Meðstjórnandi       Lárus Steindór Björnsson Meðstjórnandi       Sigurður Ingi Guðmarsson Meðstjórnandi       Margrét H. Pétursdóttir Varamaður            Birgir Snær Guðmundsson Varamaður            Read more…

Annasamur laugardagur

Björgunarsveit Hafnarfjarðar hafði í nógu að snúast þessa helgina. Á föstudag byrjuðu nýliðar á Fjallamennskunámskeiði í Esjunni undir leiðsögn nokkura undanfara sveitarinnar og nokkrir félagar sjóflokks á áhafnanámskeiði björgunarskipa. Þessi námskeið voru svo alla helgina. Laugardagsmorgun fór vaskur hópur félaga sveitarinnar að bjarga kind er hafði varpað sér niður í Read more…

10. bekkur Setbergsskóla kemur í heimsókn

Síðast liðinn þriðjudag komu krakkar úr 10. bekk Setbergsskóla og heimsóttu sveitina. Var þetta vaskur hópur sem arkaði úr Setberginu í slagveðurs rigningu á Flatahraunið. Byrjaði hópurinn á að skoða aðtöðu og tæki á Flatahrauni en auk þess var þeim kynnt starfsemi sveitarinnar. Þegar þau höfðu lokið skoðunarferðinni um Flatahraunið Read more…

Miðlum þekkingunni!

Undanfara og sleðaflokkur sveitarinnar hélt síðastliðinn miðvikudag námskeið fyrir Reykjarvíkurdeild Landssambands Íslenskra vélsleðamanna. Inntak námskeiðsins var notkun snjóflóðaýla, einnig var farið yfir leit með snjóflóðastöngum sem og gröftur í snjóflóði(sennilega vanmetnasti hlutur björgunar úr snjóflóði) Námskeiðið heppnaðist vel og voru um 40 þáttakendur frá rey-lív. Undanförum sveitarinnar er sérstaklega þökkuð Read more…