Flugeldasalan opnar 28. desember

Við þurfum á ykkar styrk að halda! Með flugeldasölu fjármögunum við björgunarstarf 365 daga á ári. Í ár verðum við með þrjá sölustaði og opnunartímar verða sem hér segja: fimmtudaginn 28. des frá kl. 10-22 föstudaginn 29. des frá kl. 10-22 laugardaginn 30. des frá kl. 10-22 Gamlársdag 31. des Read more…

Stína kvödd

Í gær fylgdum við félaga okkar henni Kristínu Gróu Gunnbjörnsdóttur eða Stínu eins og hún var alltaf kölluð hinsta spölinn. Stína lést eftir stutt veikindi þann 11. febrúar sl. Stína var öflugur félagi í Slysavarnadeildinni Hraunprýði og stóð ófáar vaktirnar í fjáröflunum og eins að hlúa að okkur félögunum þegar Read more…

Leitin að Birnu Brjánsdóttur

Um 500 björgunarsveitamenn leita nú Birnu Brjánsdóttur. Frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar eru að störfum um 40 manns, sem bæði eru úti á fjórum bílum, einu sexhjóli og í björgunarmiðstöðinni okkar Klett sem notuð er sem bækistöð fyrir leitarfólk þar sem það getur nærst og safnað kröftum. Við viljum þakka öllum þeim Read more…

Þrettándasala

Þrettándasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er opin fimmtudaginn 5. janúar frá 12:00-22:00 og föstudaginn 6. janúar frá 12:00-20:00. Þið finnið okkur við Hvaleyrarbraut 32 (ekið að Lónsbrautar megin). Hlökkum til að sjá ykkur og takk fyrir stuðninginn 🙂

Flugeldasalan hefst á morgun

Kæru landsmenn! Á morgun opnar flugeldasalan okkar, við verðum með þrjá sölustaði í ár. Opnunartímar: miðvikudagurinn 28. des frá kl. 10-22 fimmtudaginn 29. des frá kl. 10-22 föstudaginn 30. des frá kl. 10-22 Gamlársdag 31. des frá 9-16 Sölustaðir okkar eru: Risaflugeldamarkaður í björgunarmiðstöðinni Kletti við Hvaleyrarbraut 32, aðkoma frá Read more…

Nýliðakynningar

Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar miðvikudaginn 31 ágúst og fimmtudaginn 1. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin). Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni björgunarsveita. Ef þú hefur áhuga á Read more…

Aðalfundur

Aðalfundur sveitarinnar verður haldinn þriðjudaginn 31. maí klukkan 18:30 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32. Dagskrá er samkvæmt lögum sveitarinnar. Kveðja, stjórn Björgunarsveitar Hafnarfjarðar

Fyrsti sveitarfundur ársins

Komið þið sæl og gleðilegt ár, á morgun mánudag er sveitarfundur sem hefst kl 20.00. Á dagskrá er uppgjör úr fjáröflunum. Vetrarferð, fjáraflanir almennt, hvernig gekk að manna þær og svo framvegis, hugrenningar stjórnar á nýju ári, hvað er framundan, önnur mál úr sal. Rúsínan í pylsuendanum er svo fyrirlestur Read more…

Flugeldasalan er hafin

Nú höfum við opnað alla flugeldamarkaði okkar. Hér má sjá kort af okkar sölustöðum og upplýsingum um opnunartíma. Annað kvöld munum við skjóta upp nokkrum vel völdum vörum fyrir utan sölustað okkar við Hvaleyrarbraut, ekið inn frá Lónsbraut. Við höfum dregið út úr lukkunúmeraleiknum okkar og má finna vinningsnúmerin á Read more…

Neyðarkallinn 2015

Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitarmaður í bílaflokki. Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum. Salan fer fram 5.-7. nóvember og Read more…