Myndasamkeppni verðlaun

Nú hefur verið dregið úr árlegri myndasamkeppni okkar. Við þökkum öllum þeim sem sendu okkur mynd í samkeppnina. Vinningshafar eru: Ágúst Váli Eldar Svansson, 6 ára Anja Marý Sigurðardóttir, 8 ára Guðbjörg Skarphéðins, 9 ára Þessir aðilar eru velkomnir að sækja verðlaunin sín niður í björgunarmiðstöðina Klett við Lónsbraut fyrir Read more…

Breytingar á flugeldasýningu

Kæru Hafnfirðingar Því miður sjáum við okkur ekki fært að halda stóra flugeldasýningu þetta árið eins og undanfarin ár. Sýningin hefur verið kostuð af hinum ýmsu fyrirtækjum en undanfarin ár hefur gengið verr að sækja kostendur fyrir sýninguna. Það að halda slíka sýningu kostar mikla fjármuni og vinnuframlag félaga sveitarinnar. Read more…

Góðir gestir á sveitarfundi

Vetrardagskrá Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er nú komin á fullt. Nýliðar þreyta námskeið, undirbúningur fyrir fjáraflanir er hafinn og flokkar sveitarinnar æfa ýmis atriði reglulega. Á dögunum komu góðir gestir í heimsókn á mánaðarlegan sveitarfund. Það voru Gunnar Már Torfason félagi úr Hjálparsveit skáta Hafnarfirði og meðlimir úr Bárunni, félagi smábátaeigenda í Read more…

Hlaupastyrkur

Í gær veitti Kristófer Reynisson maraþonhlaupari Björgunarsveit Hafnarfjarðar peningastyrk sem hann hafði safnað með því að hlaupa maraþon í Sevilla á Spáni ásamt vini sínum. Peningunum safnaði hann til styrktar sporhundastarfs sveitarinnar. Gaman að segja frá því að Kristófer er barnabarn Gylfa Sigurðsson sem er félagi sveitarinnar. Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakkar Read more…

Fjarskiptahópur á æfingu í Danmörku

Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar tók þátt í æfingu í Danmörku með íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni í síðustu viku. Samhliða æfingunni fór fram endurúttekt sveitarinnar samkvæmt úttektarreglum Sameinuðu þjóðanna en nú eru liðin fimm ár frá því að sveitin fór í fyrsta sinn í gegnum það ferli. Sveitin stóðst endurúttekt með miklum sóma. Á æfingunni sinnti Read more…

Sjúkragæsla á Vormóti Hraunbúa

Björgunarsveit Hafnarfjarðar starfar í góðu samstarfi við Skátafélagið Hraunbúa í Hafnarfirði. Um helgina heldur skátafélagið upp á sitt árlega Vormót í Krýsuvík. Að venju stendur Björgunarsveit Hafnarfjarðar varktina í sjúkragæslu auk þess að kenna skátunum grundvallaratriði í skyndihjálp.