Góðir gestir á sveitarfundi

Vetrardagskrá Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er nú komin á fullt. Nýliðar þreyta námskeið, undirbúningur fyrir fjáraflanir er hafinn og flokkar sveitarinnar æfa ýmis atriði reglulega. Á dögunum komu góðir gestir í heimsókn á mánaðarlegan sveitarfund. Það voru Gunnar Már Torfason félagi úr Hjálparsveit skáta Hafnarfirði og meðlimir úr Bárunni, félagi smábátaeigenda í Read more…

Hlaupastyrkur

Í gær veitti Kristófer Reynisson maraþonhlaupari Björgunarsveit Hafnarfjarðar peningastyrk sem hann hafði safnað með því að hlaupa maraþon í Sevilla á Spáni ásamt vini sínum. Peningunum safnaði hann til styrktar sporhundastarfs sveitarinnar. Gaman að segja frá því að Kristófer er barnabarn Gylfa Sigurðsson sem er félagi sveitarinnar. Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakkar Read more…

Fjarskiptahópur á æfingu í Danmörku

Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar tók þátt í æfingu í Danmörku með íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni í síðustu viku. Samhliða æfingunni fór fram endurúttekt sveitarinnar samkvæmt úttektarreglum Sameinuðu þjóðanna en nú eru liðin fimm ár frá því að sveitin fór í fyrsta sinn í gegnum það ferli. Sveitin stóðst endurúttekt með miklum sóma. Á æfingunni sinnti Read more…

Sjúkragæsla á Vormóti Hraunbúa

Björgunarsveit Hafnarfjarðar starfar í góðu samstarfi við Skátafélagið Hraunbúa í Hafnarfirði. Um helgina heldur skátafélagið upp á sitt árlega Vormót í Krýsuvík. Að venju stendur Björgunarsveit Hafnarfjarðar varktina í sjúkragæslu auk þess að kenna skátunum grundvallaratriði í skyndihjálp.

Takk fyrir góðar viðtökur

Fyrsta kvöldi söfnunarinnar er lokið og eins við var að búast voru viðtökurnar góðar. Við höldum áfram á morgun og um helgina að ganga í hús. Einnig getið þið farið með umslagið á næsta pósthús eða í póstkassa Björgunarsveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (aðkoma frá Lónsbraut). Útkall.is

Góðgerðahlaup Kristófers og Ikers

Næstkomandi sunnudag 23. feb mun ungur Hafnfirðingur búsettur í Sviss, Kristófer Reynisson og vinur hans Iker hlaupa Seville maraþonið. Þeir eru 18 ára og ætla einnig að safna áheitum fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar, nánar tiltekið sporhundinn Perlu og sporhundahópinn. Fénu sem safnast er ætlað að nota í þjálfun hundsins. Sporhundar hafa Read more…