Kynningarfundur Björgúlfs

Kynningarfundur á unglingastarfi Björgúlfs verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst klukkan 20:00 í björgunarmiðstöðinni Kletti, Hvaleyrarbraut 32. Við hvetjum áhugasama unglinga og foreldra þeirra til að mæta og kynna sér unglingastarfið. Unglingastarfið er fyrir 15-18 ára eða 10. bekk upp í annað ár í framhaldsskóla. Hlökkum til að sjá sem flesta! Read more…

Óvissuferð unglingadeildar

Síðastliðna helgi fór unglingadeildin í óvissuferð. Var ferðinni heitið suður þar sem þau gistu í félagsheimili milli Víkur og Kirkjubæjarklaustur. Þar eyddu þau helginni ásamt unglingadeildinni Brandi. Fengu krakkarnir smjörþefinn af því hvernig er að vera í björgunarsveitinni þegar þau voru vakin um miðja nótt í útkallsæfingu. Mikil dagskrá var Read more…

40 ára unglingastarf í Hafnarfirði

Í dag þann 11. febrúar 2022 fögnum við í Hafnarfirði 40 ára afmæli unglingadeildarinnar Björgúlfs. Til gamans má geta að unglingadeildin Björgúlfur er ein elsta samfleitt starfandi unglingadeild landsins. Unglingadeildin Björgúlfur var sjálfstæð eining undir björgunarsveit Fiskakletts, seinna björgunarsveit Hafnarfjarðar. Þar til árið 2014 þegar Björgúlfur gekk inn í Björgunarsveit Read more…

Gönguferð nýliða og unglingadeildar

Laugardaginn 24. nóvember fóru ofur hressir og duglegir nýliðar úr N1 ásamt unglingadeildinni Björgúlf og nokkrum fullgildum félögum í gönguferð á Keili. Farið var úr húsi klukkan 10:15 á laugardagsmorgunn í þvílíkri rjómablíðu. Þar sem veður var bjart og gott var útsýnið alla leiðina með eindæmum gott. Hópurinn kom tilbaka Read more…

Neyðarkall 2018

Nú er Neyðarkallasalan 2018 langt komin. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar stóðu vaktina dagana 1.-3. nóvember síðast liðinn og seldu lyklakippuna Neyðarkall í öllum helstu verslunum í Hafnarfirði, salan gekk afar vel enda er okkur alltaf vel tekið af Hafnfirðingum. Í tilefni 90 ára afmælis Slysavarnarfélagsins Landsbjargar minnumst við liðinna tíma og Read more…

Gönguferð Björgúlfs

Dagana 17. til 18. maí skellti unglingadeildin sér í gönguferð þar sem áhersla var lögð á að ferðast með allan farangur sem til þurfti á bakinu ásamt því að gista í tjaldi. Voru það fimm vel útbúnir unglingar sem mættu hress upp á Flatahraun á föstudegi tilbúin fyrir gönguna. Gísli Read more…

Björgúlfur 30 ára

Unglingadeildin Björgúlfur verður 30 ára laguardaginn 11. febrúar. Haldið verður uppá afmælið í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, Flatahrauni 14, fimmtudaginn 9. febrúar kl 20. Sýndar verða myndir úr starfi deildarinnar undanfarin ár. Léttar veitingar í boði. Fyrrum félagar Björgúlfs og velunnarar deildarinnar eru hjartanlega velkomnir.