Útkall vegna óveðurs

Björgunarsveit Hafnarfjarðar sinnti í kvöld yfir 20 aðstoðarbeiðnum sem komu vegna óveðursins sem gekk yfir. Verkefnin voru að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsum og eigum fólks, eins að hefta fok og ýmislegt fleira. Alls tóku um 20 félagar sveitarinnar þátt í aðgerðinni.

Útkall – Stormviðvörun

Að beiðni Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur Björgunarsveit Hafnarfarðar verið sett í viðbragðsstöðu vegna stormviðvörunar.  Sveitin biður fólk um að ganga úr skugga um að engir lausir hlutir séu í nágreni sínu sem gætu fokið.  Veðrið ætti að vera gengið yfir um miðnætti í nótt. Ef aðstoðar sveitarinnar er þörf skal Read more…

Útkall – Týnd rjúpnaskytta

Í gær og í allan dag hefur björgunarfólk frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, tekið þátt í leit að týndri rjúpnaskyttu á Skáldabúðaheiði sem saknað hefur verið frá hádegi í gær.  Á þriðja tug manna hafa komið að leitinni frá Hafnarfirði á fjórum bílum, tveimur fjórhjólum, með sporhund og svæðisleitarhund. Skyttan er enn Read more…

Útkall !

Kl 6:23 í morgun var sjóflokkur sveitarinnar kallaður út af lögreglu til leitar að manni sem saknað var í Hafnarfjarðarhöfn og var farið á öllum bátum sveitarinnar til leitar. Kl 6:38 var landflokkur sveitarinnar einnig boðaður til leitar. Lögregla fann svo manninn heilann á húfi kl 6:45. 12 félagar sveitarinnar Read more…

Útkall – Leit að ungmennum eftir sprengingu

Um kl 20:00 í gærkveldi var Björgunarsveit Hafnarfjarðar kölluð út til þess að leita að ungmennum eftir sprengingu sem varð í skúr við Grundargerði í Reykjavík. Rúmlega 30 manns tóku þátt í aðgerðinni á vegum BH. Leitað var í eins kílómeters radíus frá slysstaðnum.  Aðgerðunum lauk um kl 02:00.

Sporhundahópur finnur týndan Hollending

Hálendisgæsla Landsbjargar hóf leit að Hollenskum ferðamanni um tíu leitið á laugardagskvöld. Var fljótlega óskað eftir frekari aðstoð vegna erfiðra aðstæðna, skyggni var mjög slæmt og svartamyrkur. Sporhundahópur sveitarinnar kom í Landmannalaugar kl fjögur að morgni sunnudags og hóf þá leit. Hópurinn fann hinn týnda rétt fyrir sjö og var Read more…