Sálræn hjálp

Í gærkvöldi var haldið námskeiðið Sálræn hjálp sem er hluti af Björgunarmanni 2 hjá Björgunarskólanum. Markmið námskeiðsins er að gera björgunarsveitamenn meðvitaða um það andlega álag sem fylgt getur björgunarsveitastarfi, þá áhættu sem starfinu getur fylgt og að veita upplýsingar um leiðir til hjálpar og um hjálparaðila. Milli 20 og Read more…

Nýr sporhundur á leiðinni heim

Nýr sporhundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er á leið til landsins.  Tíkin er af tegundinn blóðhundur og kemur frá ræktanda í Bandaríkjunum.  Ingólfur Haraldsson fór á dögunum út til þess að taka við hundinum og koma honum í flug til Íslands. Tíkin kemur til landsins með flugi í dag og fer beint Read more…

Símon lagður af stað

Klukkan 9:00 síðastliðinn laugardag lagði félagi úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Símon Halldórsson, af stað í 19000km hjólreiðaferð frá Íslandi til Kína.  Ferðin mun leiða Símon í gegnum 20 lönd á þeim 11 mánuðum sem hún mun taka.  Félagar úr björgunarsveitinni ásamt ættingjum og vinum fylgdu Símoni í upphafi ferðar á laugardagsmorgun Read more…

Aðalfundur


Ragnar var kjörinn nýr formaður sveitarinnar.

Ragnar var kjörinn nýr formaður sveitarinnar.

Aðalfundur sveitarinnar var haldinn sl. fimmtudag. Breytingar urðu á stjórn sveitarinnar. Stjórnina skipa eftirtalin:

Stjórn:
Formaður:                 Ragnar Haraldsson
Varaformaður:           Dagbjartur Brynjarsson
Ritari:                        Elíza Lífdís Óskarsdóttir
Gjaldkeri:                   Sigrún Sverrisdóttir
Aðstoðargjaldkeri:     Róbert Óskar Cabrera
Meðstjórnendur:        Kolbeinn Guðmundsson
Þór Magnússon
Varamenn:                Sigurjón M. Ólafsson
Þórólfur Kristjánsson

Frá vinstri: Sandra Birna, Egill Örn, Aðalsteinn, Andri Rafn, Atli og Daníel

Frá vinstri: Sandra Birna, Egill Örn, Aðalsteinn, Andri Rafn, Atli og Daníel

Við þökkum fráfarandi formanni, Júlíusi Þór Gunnarssyni kærlega fyrir vel unnin störf síðastliðin 10 ár. Einnig þökkum við Hörpu Kolbeinsdóttir, fráfarandi varaformanni og Ragnari Heiðari Þrastarsyni fyrir vel unnin störf.

Sex nýjir félagar skrifuðu undir eiðstaf sveitarinnar á fundinum en það eru: Sandra Birna, Egill Örn, Aðalsteinn, Andri Rafn, Atli og Daníel. Þau luku fyrir stuttu nýliðaþjálfun sveitarinnar. Við óskum þeim til hamingju með að vera komin í sveitina.

Einnig var tillaga uppstillinganefndar um eftirtaldar stöður samþykkt án mótframboða. Smellt á meira fyrir niðurstöður fundarins.

(more…)

Blóðgjöf

Félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar fóru í hópferð fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag til þess að gefa blóð hjá Blóðbankanum.  Mikil vöntun hefur verið á blóði undanfarið og hvetjum við alla sem geta til að fara og gefa blóð.  Blóðgjöf er lífgjöf!

Útkall F2 gulur.

Sjóflokkur sveitarinnar var ræstur út í gærkvöldi (18/2) klukkan 21:30 vegna báts sem hvarf úr tilkynningarskyldunni. Um 15 mínútum síðar fór Einar Sigurjónsson og Fiskaklettur úr höfn í síðasta þekkta punkt bátsins sem var í 20 sjómílna fjarlægð frá Hafnarfirði. Þegar komið var út fyrir gróttu þá tilkynnti báturinn sig Read more…

Nýliðaferð á Miðfellstind

Nú um helgina fóru nýliðar 2 í ferð og var ferðinni heitið upp á Miðfellstind. Lagt var af stað út úr húsi á föstudags eftirmiðdaginn kl17.30 og var ferðinni þaðan heitið í Skaftafell. Frá Skaftafelli var labbað inn í Kjós þar sem upp voru settar tjaldbúðir. Vaknað var á laugadagsmorgni kl08.00 Read more…