Landflokksfundur

Vel tókst til með landflokksfund í gærkvöldi og mættu 15 manns.  Ákveðið var að byrja á formlegheitunum, dagskrá vetrarins var rædd og landsæfing rædd. Að endingu var horft á skíða/snjódlóðamyndina The Fine line. Var góður rómur gerður að fundinum, mikill andi er í liðinu og stefnir allt í blómlegan landflokksvetur.

Fyrsta hjálp 2

Það var fagur flokkur sem mætti á námskeið í fyrstu hjálp í hinu fyrrum fagurbleika húsi við Flatahraun helgina 9.-11. október. Á námskeiðinu var farið yfir öll helstu atriði sem kunna þarf skil á þegar fólki er komið til bjargar auk þess sem nokkrar skammstafanir voru viðraðar. Beinbrot voru spelkuð, Read more…

Óveðursútkall 9. okt. 2009

Um kl. 12:45 á föstudag kom útkall frá 112, vegna óveðurs á Höfuðborgarsvæðinu.  Rétt um 30 manns komu að útkallinu með einum eða öðrum hætti. Flest verkefnin hjá okkar sveit var að festa niður þakplötur og ná í kör sem voru að fjúka.  Vellirnir, Áslandið, Stuðlaberg, Suðurvangur og Síðumúli voru Read more…

Vel heppnuð Þórsmerkurferð

Farið var með um 20 nýliðum í gönguferð úr Emstrum yfir í Bása um nýliðna helgi. Ferðin tókst að vonum vel og voru allir ánægðir í lok helgarinnar, jafnt nýliðar sem leiðbeinendur.  Ágætis veður var á svæðinu þó það hafi rignt töluvert á sunnudaginn.  Það kom þó ekki að sök Read more…

Aðgangur nýliða að innri vef

Smá bilun olli því að allnokkrir nýliðar gátu ekki skráð sig inn á innri vef sveitarinnar.  Þessu hefur nú verið kippt í liðinn og ættu allir að gera komist þar inn með þeim upplýsingum sem úthlutað var síðastliðinn miðvikudag. Þeir sem enn eiga eftir að fá þessar upplýsingar vinsamlegast látið Read more…

Alþjóðasveitaæfingu að ljúka

Úttektaræfingu Íslensku Alþjóðasveitarinnar lýkur í dag. Æfingin hófst eftir hádegið á fimmtudag en þá var tilkynnt um harðan jarðskjálfta á eyjunni Thule sem er suður af Íslandi. Sveitin fór þá í miðstöð sína á Keflavíkurflugvelli þar sem allur búnaður var tekinn til í flug og tollskoðaður út úr landinu. Flogið var Read more…

Nýliðaferð á Helgafell

Fyrsti formlegi nýliðafundur vetrarins verður næstkomandi miðvikudag.  Gengið verður á Helgafell sem er staðsett í bakgarði okkar Hafnfirðinga.  Sveitin hefur undanfarin ár farið í ófá útköll á þetta svæði og því mikilvægt fyrir okkur að þekkja það vel. Mæting er stundvíslega kl 20:00 á Flatahraunið.  Mæta þarf í útifötum eftir Read more…

Útkall í Helgafell

Björgunarsveit Hafnarfjarðar ásamt Hjálpafsveit skáta Garðabæ voru kallaðar út laust eftir kl 23 í kvöld, til aðstoðar við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins. Kona hafði hrasað á göngu við Helgafell og gat ekki gengið. Ekki er akfært að Helgafelli og þurfti því að bera konuna niður í Kaldársel. Þaðan sem hún var flutt Read more…

Hálendisgæsla

Björgunarsveit Hafnarfjarðar tók þátt í Hálendisgæslu Landsbjargar síðastliðna viku.  Sveitin var staðsett á Kjalvegi með aðsetur á Hveravöllum.  Um 16 meðlimir sveitarinnar lögðu leið sína upp á hálendið að þessu sinni og eyddu tímanum í hin ýmsu verkefni.  Auk þess að manna bíla og fjórhjól sveitarinnar voru ýmsar kunnar leiðir Read more…

Útkall skúta í vandræðum

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út í gær kvöldi til að aðstoða skútu sem strandað hafði á skeri við Engey fyrir utan Reykjavík. Var útkallið boðað út á hæsta forgangi eða rauðum og var viðbragðstíminn innan við 10mín þegar hraðbjörgunarbáturinn Fiskaklettur fór úr höfn og fylgdi börgunarskipið Einar Sigjónsson fast á Read more…