Fjarskiptahópur á æfingu í Danmörku

Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar tók þátt í æfingu í Danmörku með íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni í síðustu viku. Samhliða æfingunni fór fram endurúttekt sveitarinnar samkvæmt úttektarreglum Sameinuðu þjóðanna en nú eru liðin fimm ár frá því að sveitin fór í fyrsta sinn í gegnum það ferli. Sveitin stóðst endurúttekt með miklum sóma. Á æfingunni sinnti Read more…

Sjúkragæsla á Vormóti Hraunbúa

Björgunarsveit Hafnarfjarðar starfar í góðu samstarfi við Skátafélagið Hraunbúa í Hafnarfirði. Um helgina heldur skátafélagið upp á sitt árlega Vormót í Krýsuvík. Að venju stendur Björgunarsveit Hafnarfjarðar varktina í sjúkragæslu auk þess að kenna skátunum grundvallaratriði í skyndihjálp.

Takk fyrir góðar viðtökur

Fyrsta kvöldi söfnunarinnar er lokið og eins við var að búast voru viðtökurnar góðar. Við höldum áfram á morgun og um helgina að ganga í hús. Einnig getið þið farið með umslagið á næsta pósthús eða í póstkassa Björgunarsveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (aðkoma frá Lónsbraut). Útkall.is

Góðgerðahlaup Kristófers og Ikers

Næstkomandi sunnudag 23. feb mun ungur Hafnfirðingur búsettur í Sviss, Kristófer Reynisson og vinur hans Iker hlaupa Seville maraþonið. Þeir eru 18 ára og ætla einnig að safna áheitum fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar, nánar tiltekið sporhundinn Perlu og sporhundahópinn. Fénu sem safnast er ætlað að nota í þjálfun hundsins. Sporhundar hafa Read more…

Technical Expert námskeið í Svíþjóð

  Þessa stundina eru tveir meðlimir fjarskiptahóps staddir á námskeiði á vegum Almannavarnastamstarfs Evrópu í Svíþjóð. Námskeiðið heitir Technical Expert Course 11.3. Markmiðið með námskeiðinu er að undirbúa þátttakendur undir alþjóðleg verkefni á vegum Almannavarnasamstarfs Evrópu (EUCP).  Námskeiðið er sjö dagar og endar á stórri æfingu í tvo daga þar Read more…