Útkall F2 gulur-Leit innanbæjar

Um ellefuleytið voru björgunarsveitir kallaðar út vegna leitar að konu. Þegar þetta er ritað eru 17 meðlimir björgunarsveitar Hafnarfjarðar úti á 4 bílum ásamt Bb. Fiskakletti og einu hundateymi. Uppfært 22:46 Allir hópar komnir aftur í hús alls voru 19 meðlimir sveitarinnar sem tóku þátt í dag og kvöld. Haldið Read more…

Útkall F2 Gulur- Slys í Botnsúlum

Síðastliðinn föstudag voru Undanfarar og snjótæki kölluð út vegna slyss í botnsúlum fóru 9 manns á 3 bílum með 4 vélsleða að auki voru 3 í hússtjórn. Einnig komu slökkvilið höfuðborgarsvæðisins , þyrla gæslunar og sérsveit ríkislögreglstjóra að aðgerðinni ásamt fleiri sveitum á svæði 1. þurfti að bera manninn niður Read more…

Útkall Neyðarstig Rauður

klukkan 22:34 Bárust félögum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar þau boð að Boeing 757 þota væri að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með bilaðan vökvabúnað. mættu 13 félagar uppí hús ásamt þremur einstaklingum í hússtjórn og einnig mönnuðu fimm manns björgunarskipið Einar Sigurjónsson. rúmum 15 mínutum síðar var aðgerðin afturkölluð.

Útkall F2 Gulur – Leit að manni í Esju

Fjórhjól, sexhjól, undanfararar og göngumenn frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar eru nú við leit að týndum göngumanni í Esjunni ásamt fjölmennu liði björgunarsveita frá Höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem er 45 ára Hollendingur er óslasaður og í einhverju símasambandi. Góðar aðstæður eru til leitar á svæðinu.

Útkall F2 gulur.

Sjóflokkur sveitarinnar var ræstur út í gærkvöldi (18/2) klukkan 21:30 vegna báts sem hvarf úr tilkynningarskyldunni. Um 15 mínútum síðar fór Einar Sigurjónsson og Fiskaklettur úr höfn í síðasta þekkta punkt bátsins sem var í 20 sjómílna fjarlægð frá Hafnarfirði. Þegar komið var út fyrir gróttu þá tilkynnti báturinn sig Read more…