Útkall Neyðarstig Rauður

klukkan 22:34 Bárust félögum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar þau boð að Boeing 757 þota væri að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með bilaðan vökvabúnað. mættu 13 félagar uppí hús ásamt þremur einstaklingum í hússtjórn og einnig mönnuðu fimm manns björgunarskipið Einar Sigurjónsson. rúmum 15 mínutum síðar var aðgerðin afturkölluð.

Nýliðar á Sjó

Í dag fóru 12 nýliðar í umsjón sjóflokks að sigla á Bs.Einari Sigurjónssyni og Bb. fiskakletti. farið var stuttur hringur yfir í höfnina í kópavogi þar sem nýliðum var kennt alskyns hlutum s.s. að velta björgunarbátum , notkun björgunarnets og margt fleira. þaðan fór hópurinn í flugskýli landhelgisgæslunar þar sem Read more…

Nýliðar á fjallamennskunámskeiði

Um síðustu helgi hélt Björgunarsveit Hafnarfjarðar námskeið í fjallamennsku fyrir þá nýliða sem hófu þjálfun sína í haust. Námskeiðið nefnist fjallamennska 1 og þar eru kennd grunnatriði í ferðalögum um fjallendi að vetri til. Sérstaklega er farið yfir notkun ísaxar og mannbrodda ásamt leiðarvali með tilliti til snjóalaga. Leiðbeinendur voru Read more…

Fagnámskeið í fjarskiptum

Sex manns úr fjarskiptahópi sveitarinnar sóttu fagnámskeið í fjarskiptum á vegum björgunarskólans  6. – 10. febrúar sl. í húsnæði Hjálparsveitar Skáta í Kópavogi. Farið var yfir fjarskiptakerfi björgunarsveitanna, virkni VHF og Tetra, möguleikana á að tengja kerfi saman og hvernig hægt er að koma á sambandi á svæðum þar sem Read more…

Útkall F3 Grænn

Kafarahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar var boðaður út um fjögurleitið þann 6. febrúar vegna leitar að manni á Siglufirði.  Fóru 3 kafarar frá sveitinni auk bílstjóra og aðstoðarmanna á tveimur bílum með tvo slöngubáta til Siglufjarðar. Lagt var að stað úr húsi um átta leytið og komið var á Siglufjörð kringum eitt Read more…

Fjarskiptahópur með Íslensku Alþjóðasveitinni í Danmörku

Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er partur af Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni. Sveitin er nú í Tinglev í Danmörku en rústabjörgunaræfingin MODEX 2013 erhaldin þar 25. -28. janúar. Auk Íslendinganna taka Bretar (MUSAR) og Tékkar (AMP) þátt en æfingin er kostuð af sjóði innan Evrópusambandsins sem ætlað er að efla samvinnu milli  þjóða á Read more…

Flugeldasýning

Flugeldasýning Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldin í kvöld kl 20:30 ef veður leyfir.  Fylgst er með veðurspá og ef brestur á stormur verður henni frestað fram á þrettándann.  Eins og staðan er þegar þetta er skrifað mun flugeldasýningin verða.  Verði sýningunni frestað munum við tilkynna það hér á síðunni. Björgunarsveit Hafnarfjarðar Read more…