HROKI

Í gær var haldin þríþrautin HROKI, í fyrsta skipti í nokkur ár og mættu þrjú þriggja manna lið til leiks. Keppnin byrjaði á því að keppendur hlupu um það bil 3 km frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði yfir að skógræktinni þar sem við tók 7-8km löng hjólaferð inní Kaldársel og svo Read more…

Sjómannadagurinn á sunnudaginn

Undanfarna daga hafa félagar í sveitinni staðið í ströngu við undirbúning hátíðarhalda á sjómannadeginum sem er á sunnudaginn. Á sjómannadeginum verður margt um að vera við Flensborgarhöfn og mun sveitin sviðsetja björgunaraðgerðir, sýna búnað ásamt því að sett verða upp leiktæki fyrir bæjarbúa. Meðal leiktækja er rennibraut útí sjó, björgunarstóll Read more…

Vefurinn kominn í lag

Spori.is er loksins komin í lag eftir alvarlega bilun hjá hýsingaraðilanum. Tölvupósturinn var einnig bilaður af þeim sökum og því var ekki hægt að senda póst á @spori.is netföng síðustu daga. Núna ætti allt að virka eðlilega. Beðist er velvirðingar á þessum truflunum.

Blóðbankaferð þann 30. apríl

Þann 30. apríl fóru hetjurnar Atli, Egill, Telma, Sæmundur og Sigurður í ferð í blóðbankann á Snorrabraut. Allir gáfu blóð, þótt Sigurður fór í prufu. Við viljum þakka starfsfólki fyrir góða ummönnun og fagmennsku… Pæja kom einnig með og var hún hinn mesti skemmtikraftur, sérstaklega þegar hún reyndi að keyra bílinn.

Eldri félagar hittast

Kæru félagar, Fyrsti fundur „eldri“ félaga var í síðustu viku. Það var fámennt og góðmennt á fundinum en auk þeirra sem mættu létu nokkrir félagar vita af áhuga sínum á að vera með í starfinu. Við boðum til annars fundar miðvikudaginn 2. maí kl: 20 í húsnæði sveitarinnar við Flatahraun. Read more…

Nýr sporhundur kominn til Hafnarfjarðar

Björgunarsveit Hafnarfjarðar gekk frá kaupum á nýjum blóðhundi s.l. haust. Eftir stranga leit að rétta hundinum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum fannst rétta vinnuhundaefnið fyrir sveitina í Kaliforníu. Um er að blóðhundstík frá ræktanda sem hefur séð okkur fyrir síðustu þremur hundum. Eftir fjölmargar læknisskoðanir og eftirlit, bólusetningar og einangrun Read more…

Útkall F2 Gulur – Leit að manni í Esju

Fjórhjól, sexhjól, undanfararar og göngumenn frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar eru nú við leit að týndum göngumanni í Esjunni ásamt fjölmennu liði björgunarsveita frá Höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem er 45 ára Hollendingur er óslasaður og í einhverju símasambandi. Góðar aðstæður eru til leitar á svæðinu.

Fundur eldri félaga

Þá er komið að því. Á miðvikudaginn 18. apríl ætla eldri félagar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar að koma saman upp í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14 kl 20:00. Allir þeir félagar sem áður störfuðu innan Hjáparsveitarinnar og Fiskakletts eru sérstaklega boðnir velkomnir. Ætlum við að reyna að skapa vettvang fyrir þá sem Read more…

Bílaflokkur í æfingaferð

Síðastliðna helgi fóru fjórir meðlimir bílaflokks í æfingaferð ásamt bílaflokkum HSG, HSSR og HSSK. Mæting var við Olís í Norðlingaholti kl 9 á laugardagsmorgun og voru þá saman komnir 21 manns á 8 jeppum. Loks var farið af stað og stefnan tekin á Mýrdalsjökul. Farið var uppá jökulinn hjá Sólheimahjáleigu Read more…