Útkall
Útkall 6. nóv 2018
Útkall barst sveitinni þriðjudaginn 6. nóv kl. 16:14. Leit var að hefjast í Reykjavík að aðila sem saknað var. Útkallshæfir félagar í sveitinni brugðust hratt við og fóru meðal annars undanfarar, sporhundahópur og sérhæfðir leitarhópar úr húsi. Aðgerð var afturkölluð rétt fyrir klukkan hálf níu sama dag er viðkomandi fannst.