Fjallabjörgunarnámskeið

Á meðan að félagar okkar í alþjóðasveitinni eru að störfum á Haítí heldur lífið sinn vanagang hér á Íslandi. Nú um helgina var haldið námskeið á vegum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í fjallabjörgun. Fjallabjörgun snýst um að flytja sjúkling í brattlendi, til dæmis má nefna fólk sem er í sjálfheldu í klettabeltum, Read more…

Mikið að gera sl. helgi

Í nógu var að snúast hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar nú um helgina. Nýliðar voru á fyrstuhjálparnámskeiði á Úlfljótsvatni ásamt umsjónarmönnum. Sjóflokkur sveitarinnar var kallaður til aðstoðar við vélarvana bát fyrir utan Hafnarfjörð. Tvívegis var sporhundaflokkur kallaður til leitar að fólki sem ekki hafði skilað sér á tilsettum tíma. Í bæði skiptin Read more…

Wilderness First Responder

Nú um nýliðna helgi kláruðu tveir meðlimir sveitarinnar fagnámskeiði í fyrstu hjálp (WFR).  Námskeiðið er haldið á 8 dögum á Gufuskálum, þjálfunarmiðstöð Landsbjargar. Á námskeiði þessu er farið yfir öll helstu atriði fyrstu hjálpar og skilningur björgunarmanna á hinum ýmsu heilsufarskvillum dýpkaður til muna. Kunnátta þessi á vafalaust eftir að Read more…

Fyrsta hjálp 2

Það var fagur flokkur sem mætti á námskeið í fyrstu hjálp í hinu fyrrum fagurbleika húsi við Flatahraun helgina 9.-11. október. Á námskeiðinu var farið yfir öll helstu atriði sem kunna þarf skil á þegar fólki er komið til bjargar auk þess sem nokkrar skammstafanir voru viðraðar. Beinbrot voru spelkuð, Read more…

Vel heppnuð Þórsmerkurferð

Farið var með um 20 nýliðum í gönguferð úr Emstrum yfir í Bása um nýliðna helgi. Ferðin tókst að vonum vel og voru allir ánægðir í lok helgarinnar, jafnt nýliðar sem leiðbeinendur.  Ágætis veður var á svæðinu þó það hafi rignt töluvert á sunnudaginn.  Það kom þó ekki að sök Read more…

Nýliðaferð á Helgafell

Fyrsti formlegi nýliðafundur vetrarins verður næstkomandi miðvikudag.  Gengið verður á Helgafell sem er staðsett í bakgarði okkar Hafnfirðinga.  Sveitin hefur undanfarin ár farið í ófá útköll á þetta svæði og því mikilvægt fyrir okkur að þekkja það vel. Mæting er stundvíslega kl 20:00 á Flatahraunið.  Mæta þarf í útifötum eftir Read more…

Undanfarar yfir Gullfoss

Síðast liðinn laugadag sameinuðust kraftar Hafnfirðinga og Akureyringa í æfingu við Gullfoss. Æfingin fólst í því að brúa Hvítárgil yfir Gullfoss og koma manni yfir það. Þetta verkefni er krefjandi verkefni og einnig var sett markmið að koma manni niður á “eyjuna” sem er í neðri þrepinu í fossinum. Gekk þetta Read more…

Fjórjólahópur á Vatnajökli

Fjórhjólahópur skellti sér inn í Jökulheima á miðvikudagskvöldið og gisti þar yfir nótt.  Að morgni fimmtudags var haldið upp á Vatnajökul og keyrðir nánast 100km.  Færið upp jökulinn var frekar þungt, blautt og mikil sólbráð.  Þurfti að stoppa oft á uppleiðinni til að leyfa vélinni að kólna, en ekki reyndist Read more…

Björgunarleikar 2009

Samhliða Landsþingi Landsbjargar sem haldið var núliðna helgi voru haldnir björgunarleikar. Keppt var í hinum ýmsu greinum sem tengjast björgunarstarfi og tóku alls 18 lið þátt af öllu landinu. BH sendi tvö lið til keppninnar, annað skipað undanförum en hitt nýliðum af fyrsta ári. Undanfararnir hrepptu annað sætið en fast Read more…

Æfingaferð á Eyjafjallajökul

Síðastliðinn laugardag fór bílaflokkur í æfingaferð á Eyjafjallajökul.  Markmið ferðarinnar var að kynna sér jökulinn í návígi og æfa nýja meðlimi. Færið var fínt framan af en í um 1400 metra hæð var lítið sem ekkert grip og því töluverð vinna að koma bílunum upp að Goðasteini sem er á Read more…