Taktu þátt í nýliðastarfinu!

Björgunarsveit Hafnarfjarðar leitar nú að áhugasömu fólki til að taka þátt í nýliðaþjálfun sveitarinnar veturinn 2024. Kynningarfundur verður í björgunarmiðstöðinni Kletti miðvikudagskvöldið 28. ágúst kl 20:00 og verður hann svo endurtekinn á sama tíma daginn eftir. Nýliðaþjálfunin er krefjandi en skemmtileg og við hvetjum alla sem hafa áhuga á björgunarstörfum Read more…

Leit, fyrsta hjálp, sjóslys og fleira í nýliðaprófi

Aðstæður voru með besta móti þegar fimm vaskir nýliðar björgunarsveitar Hafnarfjarðar þreyttu nýliðapróf um síðustu helgi.  Prófið hófst á því að hópurinn skipulagði gönguleið með fyrirfram ákveðinni upphafs- og endastöð, frá Vatnsskarðsnámum að Valabóli í upplandi Hafnarfjarðar. Að því loknu tók við leitarverkefni við Ástjörn þar sem reyndi bæði á Read more…

Nýliðakynning 2023

Miðvikudaginn 30. ágúst verður nýliðakynning Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Kynningin fer fram í Björgunarsmiðstöðinni Kletti klukkan 20:00. Þar verður nýliðastarfið kynnt ásamt starfi sveitarinnar. Inntökuskilyrði í nýliðastarfið eru eftirfarandi 1. Vera á 18. ári eða eldri þegar nýliðastarfið hefst.  2. Vera heilbrigður á sál og líkama.  3. Hafa kynnt sér siðareglur BSH Read more…

Nýliðakynningar2022

Nýliðakynningar

Nýliðakynningar hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar fara fram þriðjudaginn 30. ágúst og fimmtudaginn 1. september kl 20.00 í Björgunarmiðstöðinni Kletti, Hvaleyrarbraut 32. Gengið inn frá Lónsbraut. Við bjóðum alla 17 ára og eldri á nýliðakynningar. Almennar upplýsingar um nýliðaþjálfunina er að finna hér: Nýliðar – Björgunarsveit Hafnarfjarðar Skráðu þig á facebook viðburðinn Read more…

Nýliðaþjálfun 2016-2018

Nýliðaþjálfun 2016-2018, skemmtilegur og lærdómsríkur tími Eftir því sem árin liðu fór ég að sjá eftir því að hafa aldrei gengið til liðs við björgunarsveit. Í gegnum tíðina hafði ég stundað töluverða útivist og elskaði ævintýramennsku. Ég var í nokkuð góðu formi og sá því fram á að geta gefið Read more…

Gönguferð nýliða og unglingadeildar

Laugardaginn 24. nóvember fóru ofur hressir og duglegir nýliðar úr N1 ásamt unglingadeildinni Björgúlf og nokkrum fullgildum félögum í gönguferð á Keili. Farið var úr húsi klukkan 10:15 á laugardagsmorgunn í þvílíkri rjómablíðu. Þar sem veður var bjart og gott var útsýnið alla leiðina með eindæmum gott. Hópurinn kom tilbaka Read more…

Veðurfræði fyrirlestur

Miðvikudaginn 28. nóv síðast liðinn kl.19:30 flutti Bergur Einarsson, undanfari og Jökla-og jarðeðlisfræðingur fyrirlestur um veðurfræði. Fyrirlesturinn var haldinn í húsi okkar Björgunarmiðstöðinni Klett og var skyldunámskeið fyrir nýliða og áhugaverð upprifjun og umhugsunarefni fyrir aðra félaga. Við þökkum Berg kærlega fyrir góðan og áhugaverðan fyrirlestur.