SAREX 2013

Á morgun sunnudaginn 1 september mun fjarskiptaflokkur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar halda til Grænlands á æfingu. Þetta er sama æfing og flokkurinn fór á á síðasta ári. Hópurinn sem samanstendur af 5 manns og kemur hann til með að dreyfast á 2 staði það er Meistaravík og Elle eyja. En með okkur Read more…

Nýliðakynningar 2013

Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar mánudaginn 2. september og fimmtudaginn 5. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Flatahraun 14. Langar þig að starfa í einni öflugustu björgunarsveit landsins? Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni Read more…

Gönguferð Björgúlfs

Dagana 17. til 18. maí skellti unglingadeildin sér í gönguferð þar sem áhersla var lögð á að ferðast með allan farangur sem til þurfti á bakinu ásamt því að gista í tjaldi. Voru það fimm vel útbúnir unglingar sem mættu hress upp á Flatahraun á föstudegi tilbúin fyrir gönguna. Gísli Read more…

Útkall F2 gulur-Leit innanbæjar

Um ellefuleytið voru björgunarsveitir kallaðar út vegna leitar að konu. Þegar þetta er ritað eru 17 meðlimir björgunarsveitar Hafnarfjarðar úti á 4 bílum ásamt Bb. Fiskakletti og einu hundateymi. Uppfært 22:46 Allir hópar komnir aftur í hús alls voru 19 meðlimir sveitarinnar sem tóku þátt í dag og kvöld. Haldið Read more…

Önnur annasöm helgi hjá BSH

Nokkuð var að gera um þessa helgi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Tækjamót SL var haldið í Hvanngili og  fóru 11 manns á 2 sveitarbílum og að auki á nokkrum einkabílum á mótið. Í hópnum voru  sex sleðamenn, tveir á fjórhjólum og svo var einn jeppahópur. Farið var úr húsi á föstudeginum Read more…

Annasöm helgi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Félagar sveitarinnar stóðu í ströngu síðastliðna helgi. Nýliðar fóru í vetrarferð þar sem gist var í snjóhúsum. Sleðaflokkur fór í æfingarferð í Bláfjöllum. Kristín og sporhundurinn Perla fóru á æfingu með leitarhundum SL á Ólafsfirði. Tveir meðlimir sjóflokks BSH voru á áhafnarnámskeiði björgunarskipa.  Einnig var  einn meðlimur sveitarinnar á fimm Read more…

Útkall F2 Gulur- Slys í Botnsúlum

Síðastliðinn föstudag voru Undanfarar og snjótæki kölluð út vegna slyss í botnsúlum fóru 9 manns á 3 bílum með 4 vélsleða að auki voru 3 í hússtjórn. Einnig komu slökkvilið höfuðborgarsvæðisins , þyrla gæslunar og sérsveit ríkislögreglstjóra að aðgerðinni ásamt fleiri sveitum á svæði 1. þurfti að bera manninn niður Read more…

Útkall F3 Grænn- Aðstoð vegna ófærðar

í gær voru um 25 manns á 4 bílum sveitarinnar að störfum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Aðalverkefni þeirra voru meðal annars að leysa fasta bíla, hjálpa til við að loka Reykjanesbrautinni, flytja starfsfólk landsspítalans í vinnu og einnig voru nokkrar þakplötur negldar niður.

Æfing í fyrstu hjálp

Í kvöld hélt sveitin stóra æfingu í leit og fyrstu hjálp á Hvaleyravatni. Alls mættu 19 björgunarmenn frá BSH, 6 björgunarmenn frá Hjálparsveit skáta Garðabæ og einnig komu 8 sjúklingar frá BSH að æfingunni. Æfingin gekk mjög vel, öllum var bjargað og allir mjög ánægðir með æfinguna.